Sumarbústaðarferð

Hættum bæði snemma í vinnunni í dag og héldum út úr bænum. Förinni heitið í Sælukot, sumarbústað föðurfjölskyldu Sigurrósar.

Eftir kaffistopp á Selfossi hjá frænku hennar úr móðurfjölskyldunni og pulsustopp á Hellu – en við erum löngu hætt að borða þennan úrgangsmat, bara smá sannreyning hjá okkur að þetta væri jafn vont og okkur minnti – komum við loks í bústaðinn rétt fyrir 19. Þar sem að þetta er bústaður í eldri kantinum þá var fyrsta verkið að fara út að læk og kveikja þar á vatnsdælunni, hún hins vegar vildi ekki hiksta oftar en tvisvar og sat svo dauð. Ég skipti því um rafgeymi ef ske kynni að hann væri orðinn tómur en svo reyndist ekki vera. Sigurrós náði því í vatn í fötu og það dugði svo sem yfir kvöldið. Næsta verk á eftir vatnsdælunni er að kveikja á gasinu, svo að ísskápur og eldavél virki. Það tókst en ekki gekk nógu vel með gasofninn, þar var gasið búið eftir tvær mínútur og því var hlupið til og skipt um gaskút. Að þessu loknu var hægt að setjast aðeins niður og slappa af.

Sigurrós hélt áfram að lesa í gegnum gömlu barnabækurnar en ég greip mér bókina Apocalypso í hönd, sem er eftir meistara Robert Rankin. Kláraði hana auðvitað. Stíll Rankins er súrrealískur og fyndinn, orðaleikir og orðarugl talsvert notað en kjarninn að þessu sinni var pæling um guði yfirhöfuð. Ekki fyrir þá sem eru tæpir í enskunni en snilldarskemmtun fyrir þá sem að fatta stílinn.

Hugsa að það væri auðvelt að gera útvarpsleikrit, stíllinn er það mikið í samræðustíl. Ómögulegt hins vegar að gera leikrit eða kvikmynd, orðaleikirnir myndu týnast og tæknibrellurnar kosta formúgu.

Mjög áhugaverður tengill sem að ég sá hjá Betu, áhugaverð sýn á íslenska fótboltavelli. Hef einmitt ætlað mér að koma upp myndum af öllum leikvöllunum sem við erum með á skrá hjá World Football Database. Tékka á þessum gaur.

Áhugavert:

  • The Internet Debacle – an alternative view
  • Comments are closed.