Hmmm… svo virðist sem að sómamennirnir hjá kjosa.is hafi þegar verið byrjaðir á svona mannréttindabrotasöfnun, ætli það sé ekki best að benda fólki þá þangað?
Sló í dag garðinn hér að Betrabóli í fyrsta sinn. Líkt og grillun er þetta ofmetið af karlmönnum sem fátt annað gera varðandi heimilið. Verð þó að viðurkenna að talsvert er síðan ég sló síðast, sló garðinn hjá mömmu minnir mig á sinni tíð, svo auðvitað í bæjar- og unglingavinnunni.
Sigurrós rakaði svo saman með malarhrífu, annað ekki til í augnablikinu. Þessi verkaskipting er reyndar hefðbundin en hver veit nema hún snúist við næst?
Litli bróðir er að falla í stafi yfir þessum Hringadróttinshring, sem og öðru sem þarna er selt. Svona kaupir maður nú bara þegar maður á of mikið af pening.