Mánudagur í mörgum

Það er mikill mánudagur í fólki í dag.

Ef að það er eitthvað bilað á vinnustaðnum þínum, og enginn annar reddar því, þá er málið að redda því sem maður getur sjálfur og kvarta svo… smá umhugsunarefni fyrir suma. Það er nefnilega svoleiðis að ekki allir hafa ábyrgðartilfinningu, reyndar frekar fáir. Hinir benda svo og hlæja alveg þangað til að þeir drukkna í eigin ábyrgðarleysi.

Annar hver bloggari sem að ég hef kíkt á í dag kvartar undan því hvað hinir séu leiðinlegir, sjálfhverfir, sjálfumglaðir og svo framvegis.

Sjálfum er mér slétt sama enda blogga ég ekki, ég held dagbók!

Það eina sem að hrjáir mig í dag er að gemsinn minn er kominn með Parkinson eftir að ég missti hann í gólfið á fimmtudaginn, eina mínútuna sýnir hann rétta valmynd og þá næstu vill hann fá SIM-kort eða PIN-númer. Að öðru leyti er lífið fínt.

Áhugavert:

  • Katrín og aðrar stúlkur taki eftir
  • Nasisminn lifir í Ísrael
  • Comments are closed.