Síðasti skóladagurinn

Kvaddi í dag Elínu sem er á leið í mánaðar InterRail flakk um Austur-Evrópu, þar af í tvær vikur alein. Vonandi að íbúðin okkar verði orðin sýningarhæf þegar hún kemur til baka, við erum ekki búin að bjóða mikið af fólki í heimsóknir ennþá.

Mazdan mín leit við í pústviðgerð eina ferðina enn, í þetta sinn var ekkert eftir til þess að sjóða í þannig að nýtt stykki var keypt og sett undir.

Síðasti tíminn í skólanum var svo í kvöld. Prófin eftir helgina og svo frí fram í 3ju vikuna í ágúst. Þessi skólatörn er orðin nokkuð góð.

Eftir tímann fór ég í Kringluna að versla verkfæri fyrir heimilið og fá mér að borða. Þegar ég var svo að fara af Stjörnutorgi hitti ég hóp af kórkrökkum frá Minnesota. Einn guttinn gaf sig sumsé á tal við mig og eftir stuttar samræður vorum við sammála um að Jesús elskaði mig þó að ég elskaði hann ekki. Drengurinn var sumsé dæmiger Kani sem að trúði á sköpunarsöguna og ekki á Darwin, hann var alveg klár á því að guð hefði skapað mennina á degi sex (minnir mig… langt síðan að ég las þessa sögu).

Ég er umburðarlyndur og fólk sem að trúir á guði, stokka og steina má gera það í friði fyrir mér, bara svo lengi sem það eyðir ekki óhóflegum tíma í að reyna að fá mig til að gera hið sama.

Bandaríkin væru mun betra land ef að skip Púrítananna hefðu sokkið á leiðinni, þarna sjáum við hvað það er hættulegt að senda alla ofstækismennina á sama staðinn, nú er allt brjálað af því að stjórnarskráin mælir fyrir trúfrelsi en dagleg þula skólabarna segir að þau séu ein þjóð undir Guði. Dómur í San Fransisco um að Guðs-parturinn ætti að detta út hefur auðvitað vakið mikil viðbrögð ofsamannanna, sem að eru flestir við kjötkatla ríkisins.

Áhugavert:

  • Salon auditors doubt firm can survive
  • The gang that couldn’t loot straight
  • Comments are closed.