Ekkert HM, heldur gervigrasið í Laugardal

Það er alltaf jafn áhugavert að lesa skoðanir fólks, lestur einnar greinar fékk mig til þess að skrifa mína eigin á Huga.

Skaust í Miðhús í kvöld, náði loks að tengja þau aftur við netið, einhver services sem að höfðu rænt hinu og þessu. Greip með mér enn fleiri bækur til að fara með heim. Enn eru eftir kassar í geymslunni sem ekki er auðvelt að komast að.

Fór á leik með mínum gömlu félögum hjá Iceland United, þeir voru að keppa við eitthvað strætólið, Væringjana minnir mig, á gervigrasinu í Laugardal. Sá Örn, Val, Paolo og Rúnar leggja sitt af mörkum í öruggum 7-4 sigri, svo var í Iceland United leikmaður sem að var að bætast við á Nagportal einmitt í dag, skoraði tvö mörk og kallast víst Jommi, var sumsé að komast að því núna eftir þessa heimsókn á Nagportal. Margir nýjir í liðinu, enda gengi þess mun betra en í fyrra. Ætla að kíkja á 1-2 æfingar og sjá hvort að löppinn þolir álagið.

Á laugardaginn á svo Iceland United að keppa við FC Puma í bikarnum. Í FC Puma eru einmitt bræður mömmu, þeir Ívar og Hermann, sem og fyrrum skólafélagar úr vesturbænum (Kópavogi), flestir árinu yngri en ég.

Áhugavert:

  • Húmor frá tjallanum
  • Comments are closed.