HM:Dagur 12 – Bananalýðveldið hf.

Fjöldinn allur af fólki er auðvitað hoppandi yfir ótrúlegum fasískum atburðum sem eru hér í gangi. Það sem ég vil fá eru svör frá:

  • Forseta Íslands (hvers vegna bauðstu þessum fjöldamorðingja í heimsókn til Íslands? er það til þess að einhver lakkrísverksmiðja eða annað lítilfjörlegt fyrirtæki fái hagstætt kínverskt lán?)
  • Forsætisráðherra Íslands (hvar er svartstakkurinn þinn?)
  • Fulltrúanum sem var í Kastljósi í gær (af hverju væri það vont mál ef að Jiang Zemin hætti við komuna til Íslands? af hverju er það vont mál að samskipti Íslands og Kína versni?)
  • Dómsmálaráðherra (hvað eru 2 + 2?)
  • Utanríkisráðherra (eru Falun Gong óæðri til að mynda Palestínumönnum fyrst að það má halda þeim?)
  • Ríkislögreglustjóra (muntu fylgja hverri einustu skipun sem að vitfirrtir yfirmenn gefa þér, þar á meðal “skjóttu á mannfjöldann” ?)
    og reyndar fleirum. Svona lagað er ekki boðlegt okkar gildum, samt halda ráðamenn að þeir komist upp með þetta?

    Aftur að skárri hlutum…

    Frakkland 0-2 Danmörk
    Eitthvað er þetta undarlegt, ekkert hljóð heyrist í útsendingunni af Sýn en Stöð 2 og RÚV virka fínt? Jæja.. ég horfi þá á hljóðlausa útsendingu, fínt þar sem að “spekingurinn” Arnar Björnsson er við hljóðnemann núna, myndi samt þiggja að heyra í áhorfendum, dómara og öllu því. Gaman að sjá að Thuram er voða kátur, kominn í stöðuna sem hann vildi vera í, miðvörðinn. Leikurinn byrjar nokkuð rólega, Barthez skutlar sér og virðist togna í þjóhnappi (rasskinn). Nota einhverja risaloftbyssu til að nudda tognaða svæðið. Danir byrja vel, nei sko! Stig Tøfting með fyrirgjöf og Dennis Rommedahl mættur og potar boltanum í markið á 22. mínútu! Danmörk með 1-0 forystu og Frakkar þurfa núna að skora 3 mörk til að komast upp úr riðlinum! Zidane er að leika en er bara hálfur maður, sendingar og leikskilningur í fínu lagi en greyið er vafið um annað lærið og haltrar um. Thuram lentir í ryskingum og er núna í þessari flott rifnu treyju, sýnir þvottabrettið á maganum mjög vel, nokkrar dömur líklega alveg slefandi yfir honum. Jæja.. fékk nýja treyju, dömurnar fengu þann bónus að sjá hann þá beran að ofan, hann er duglegur í ræktinni strákurinn (ætti að taka hann mér til fyrirmyndar). Hálfleikur, Barthez og Zidane enn haltrandi, Frakkar 1-0 undir og þetta lítur ekki voðalega vel út fyrir Heims-, Evrópu- og Álfumeistarana. Jæja.. Lemerre sér að þetta er ekki að ganga hjá honum, Cissé inná í stað Dugarry (sem að gerði akkúrat ekkert… ofmetið vandræðabarn). Nei nei nei! 67. mínúta, staðan er 2-0 fyrir Dani! Tomasson í einvígi við Thuram, hefur betur og potar boltanum í markið! Frakka vantar 4 mörk á næstu 23 mínútum til að vera ekki sendir heim með skömm! Trézeguet neglir boltanum í þverslá, í jörðina og út, heppnin ekki með þeim þetta árið. Leik lokið! Frakkar á heimleið, 3 leikir, 0 mörk skoruð, 3 fengin á sig, 2 töp og 1 jafntefli. Hrikaleg tölfræði og Lemerre verður ekki þjálfari þeirra mikið lengur. Þessir aukaframherjar á köntunum sköpuðu litla hættu, hefði átt að reyna að hafa tvo framherja og þá einum fleiri á miðjunni til að skapa færin.

    Nei sko, fæ ég ekki hljóðið núna þegar að myndir eru sýndar af kátum Dönum og vantrúa Frökkum. Sparaði örugglega helling af ergelsi að heyra ekkert í “spekingnum”.

    Senegal 3-3 Úrúgvæ
    Dómarinn ætlar að vera sýnilegur í leiknum, 2 gul spjöld komin og bara 3 mínútur liðnar. Enn fjölgar spjöldunum og bara kortér liðið af leiknum. 19. mínúta, Montero klikkar illa í vörninni, markmaður reynir að bjarga og víti dæmt! Fadiga skorar örugglega úr vítinu! 1-0. Úrúgvæ reyna að byggja upp pressu en Senegalir ná flottu hraðaupphlaupi, sending inn á miðjuna og þar kemur Bouba Diop og smellir boltanum efst í hægra hornið, 2-0 og 26 mínútur liðnar. Stunga inn fyrir, Bouba Diop! Mark! 3-0 á 38. mínútu. Hálfleikur og Úrúgvæar gera róttækar breytingar, tveir sóknarmenn inná. Annar varamaðurinn skorar eftir 12 sekúndur úr fyrstu sókn hálfleiksins, 3-1. Diego Forlan nær frákasti fyrir utan teig og skorar svipað mark og Úrúgvæar gerðu, smellir boltanum í markið frá jaðri vítateigs, 69 mínútur og staðan 3-2, Úrúgvæar sýna hvað í þeim býr og spila alvöru fótbolta! Víti á 87. mínútu og 12. gula spjaldið gefið, Recoba skorar og jafnar, 3-3! Stórsóknir að báðum mörkum og Morales skallar framhjá marki Senegala á lokamínútunni úr dauðafæri! Dramatískur endir á leiknum, Senegalir rétt sleppa inn í 16-liða úrslit, Úrúgvæar sýndu loksins sinn rétta leik en of seint.

    Jæja, smá hlé milli leikja, skaust í 11-11 og keypti heilsusnakk, hádegismat, brauð og álegg. Smá hjólatúr svona til að vega upp á móti kyrrsetunni.

    Þýskaland 2-0 Kamerún
    Þjóðverjar byrja aðeins betur, en Kamerún ná sér á strik um miðbik hálfleiksins. Rigobert Song hamrar boltann hárfínt framhjá stönginni. Þessi dómari er enn spjaldaglaðari en sá á undan, gulu spjöldin fljúga upp úr vasanum við minnstu snertingu, Carsten Ramelow fær sitt annað gula spjald á 40. mínútu og Þjóðverjar nú orðnir aðeins 10! Hálfleikur og 9 gul spjöld komin. Marco Bode skipt inná í stað Janckers í hálfleik, Klose gerir vel gegn 4 varnarmönnum á 40. mínútu (sem að gera illa.. bakka allir frá manninum) og sendir fína stungusendinga á Bode sem að klára örugglega og einum færri eru Þjóðverjar komnir með 1-0 forystu! Kamerúnar virka eitthvað máttlausir? Klose klárar leikinn á 80. mínútu með enn einu skallamarkinu. Kamerúnar misstu trúna þegar að 10 Þjóðverjar náðu að komast yfir, einhver sálfræðiþröskuldur sem að þeir komust ekki yfir. Þjóðverjar komast áfram á seiglunni sem fyrr.

    Írland 3-0 Sádi-Arabía
    Írar byrja leikinn vel, Robbie Keane klárar fínt færi örugglega á 7. mínútu og Írar komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit. Eftir hálftímaleik ná Sádarnir öllum völdum á vellinum og Írarnir pakka í vörn (reyndar vanir því). Sádarnir ná ekki að klára færin fyrir hálfleik. Ian Harte hinn seini er tekinn útaf í hálfleiknum, ekkert vit að hafa svona hæga leikmenn í bakverðinum. Gary Breen skorar eftir fast leikatriði á 62. mínútu, nú eru Írar gulltryggðir í 16-liða úrslit! 2-0. Sádar halda áfram að pressa en skyndisókn Íra á 87. mínútu skilar marki frá Damien Duff, mistök hjá markmanni Sáda, slær boltann lufsulega í netið.

    Las í kvöld “Thief of Time”, enn ein snilldin frá Terry Pratchett. Fékk bókina fyrir viku en ekki gefið mér tíma til að lesa hana fyrr.

  • Comments are closed.