27 manns, 20 milljarðar

Held að það sé alveg málið að fækka þingmönnum og jafnframt að svipta ráðherra þingmennsku. Núna var frumvarp upp á 20 milljarða króna samþykkt með 27 atkvæðum af 63 mögulegum, heil 42% þingmanna greiddu því þessari miklu skuldbindingu atkvæði sitt. 13 greiddu á móti, 12 sátu hjá og 11 létu ekki einu sinni sjá sig. Glæsileg samkunda þetta, sverð, skjöldur og sómi okkar ástkæra lands. Jæja.

Sem handhafar framkvæmdavaldsins eiga ráðherrar auðvitað ekki að vera jafnframt meðlimir löggjafavaldsins, það segir sig bara sjálft ef að menn vilja fara eftir þrískiptingunni sem okkar kerfi byggist víst á!

Frekari formælingar um íslenskt stjórnskipulag verða nú sagðar í hljóði.

Áhugavert:

  • Kvenfólk!
  • Kettir!
  • Comments are closed.