Hlutverk forseta

Nú eru stjórnmálamenn margir hverjir ósáttir við það að Ólafur forseti hafi rofið hefð, og tjáð sína skoðun á pólitísku málefni. Hvort að ég sé sammála orðum forsetans eða ekki skiptir mig engu máli, heldur hitt hvað forsetaembættið snýst um.

Yfirlýsingar þessara stjórnmálamanna benda greinilega til þess að þeir vilja að forsetaembættið sé okkar eigin útgáfa af konungsveldi, forseti er puntudúkka sem að skrifar upp á allt sem frá Alþingi kemur (þó að í lögum hafi hann heimild til þess að neita því, sjá 26. grein stjórnarskráar Íslands) og eina tjáningin sem að er embættinu þóknanleg (samkvæmt hefð) er að kyssa smábörn í opinberum heimsóknum og segja útlendingum hvað Ísland sé fallegt og Íslendingar klárir og duglegir.

25. grein stjórnarskráar Íslands kveður á um að forseti megi leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp. Af þessum tveim greinum stjórnarskráarinnar var augljóslega ætlast til þess að forsetinn væri meira en puntudúkka. Hann ætti að taka virkan þátt í lýðræðinu.

Valdhöfum er bráðhollt að hafa aðila sem að getur stöðvað gönuhlaup þeirra og sett verk þeirra í dóm þjóðarinnar. Þetta ætti til dæmis að gera ef að lög um milljarðasukk (verksmiðjurnar tvær) komast á borð forsetans, honum ber að hlýða á þjóð sína og leggja þessi lög undir dóm hennar.

Annars getum við alltaf boði Karli prins loks konungsembætti, greyið virðist ekki ætla að fá að verða konungur Englands, og maðurinn er þrautþjálfuð puntudúkka, passar fínt á Bessastaði (séð frá ráðherrum og þingmönnum sem vilja þröngva sínu í gegn og skítt með þjóðina).

Áhugavert:

  • The Platform for Privacy Preferences
  • Tölvuiðnaðurinn veit það sem skemmtiiðnaðurinn veit ekki
  • Comments are closed.