Lærdómslestur

Búinn að vera óvenju duglegur við lærdómslestur í dag, hálfnaður með lestrarefnið í MFC-bókinni, klára rest á morgun og svo eru það glærurnar sem eru eftir (þúsundir.. í fúlustu alvöru).

Var í dag að reyna að taka til í PHP-kóðanum, skipunin mysql_db_query er núna orðin úrelt og því ætlaði ég að skipta henni út fyrir mysql_query (sem er ekki úrelt.. ennþá..). Fór í leitina í þessu blessaða WinXP, en nú brá svo við að ekkert fannst, þó ég vissi af allmörgum skrám sem að hefðu þetta í sér. Eftir smá athugun þá virðist sem að leitin leiti ekki í vefskrám, það er ef að orðið sem leitar er að er innan <? ?>(PHP) eða <% %>(ASP) þá hreinlega sé það ekki tekið gilt. Eftir smá leit að ókeypis leitarforriti sem að væri ekki svona treggáfað fann ég frekar ljótt forrit en það þrælvirkar, heitir því frumlega nafni Search. Mæli með því.

Comments are closed.