Síðasti kennsludagurinn

Vöknuðum í gærmorgun klukkan hálfsjö við skelfilegasta ískur sem við höfum heyrt. Ruslabíllinn var greinilega á ferðinni, og virtist hafa misst af smurningu síðustu 3 ára. Ískrið ómaði um hverfið í hvert sinn sem tunnu var lyft til tæmingar, þetta varði örugglega í 10 mínútur áður en þeir voru farnir nógu langt í burtu til að svefnfriður næðist.

Í dag var síðasti kennsludagurinn, núna er vika í próf og strax eftir þau tekur lokaverkefnið við, þriggja vikna stíf törn.

Comments are closed.