Ef að fjölmiðlar legðu almennt jafn mikla vinnu í fréttamennsku og þeir virðast leggja í aprílgöbb þá værum við kannski með alvöru fjölmiðla hér á landi?
Sjálfum finnst mér 1. apríl-dæmið einstaklega fáránlegt, en það er víst til fullt af fólki sem finnst fátt sniðugra. Þeim sem telja mig vera fúlan á móti vegna þessa, er bent á að skrá sig á hlátursnámskeið hjá mér, enda vel þekkt að fáir séu meiri brandarakallar á vinnustað en ég.
Nei, ég féll ekki fyrir neinu aprílgabbi.
Var núna að enda við að borga 2 milljónir króna. Þetta er önnur greiðslan af þremur vegna nýja heimilisins okkar sem aðeins 2 mánuðir eru í.