Miðannarpróf og WinXP

Fór í miðannarprófin, var inni í 20 mínútur í Gluggakerfum 1 og held að það hafi gengið bærilega, prófið í Stýrikerfum 1 var undarlega orðað, hef ekki hugmynd hvort ég svaraði því sem spurt var um.

Eftir prófin skrapp ég á skrifstofuna og fékk WinXP, sem ég er búinn að setja upp í dag, nokkrum sinnum (fiktandi við ýmsar stillingar og drivera-samsetningar, sem sumar hverjar fóru illa).

Vandamálið með bendilinn(caret) sem hverfur í sumum forritum er ekki að leysast, ég skil ekki hvað er í gangi, kannski einhver sniðugur notendafítus sem að MS bætti við.

WinXP lítur sæmilega út, það er mikill minnishákur en ég sé hvert MS er að stefna með þessu, og það er sæmileg þróun hvað góð notendaskil varðar. Margt slæmt sem að MS gerir, en margt áhugavert líka sem að færir okkur nær samfélagi þar sem talvan er jafn auðveld í notkun og síminn.

P.S. Ég á ennþá eftir að hamra það ofan í íslenska málnefnd að talva er jafnrétthátt og tölva (völva… ég bara spyr…).

Comments are closed.