Svarti bíllinn minn sem pabbi gerði svo glæsilegan er orðinn öskugrár af salti og drullu, í örfáa klukkutíma var hann hreinn og flottur.
Færði alla vefina yfir á varaþjóninn í dag, straujaði því næst aðalvefþjóninn og fór að byrja á Debian uppsetningu. Ætlaði að vera voðalega duglegur og lesa mig í gegnum allt og leysa ferlið sjálfur en þegar að netsamband lét á sér kræla kom Kiddi til bjargar. Hann tók við uppsetningunni og nú er aðeins eftir að gera vélina raidaða áður en ég fer að flytja vefina aftur yfir og stilla og svona á morgun.
Mér finnst öll umgjörðin í kringum suður-ameríska dansa mjög fyndin, svona búningur held ég að sé standardinn, konurnar súkkulaðibrúnar í því sem næst engu, og karlarnir súkkulaðibrúnir með opið í bringu og löðrandi hár. Fínir dansar, fyndin umgjörð.
Áfram með umræðuefni úr ölllum áttum, í Mogganum í dag voru auglýsingar vegna prófkjörs Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Fyndið að sjá allt sama fólkið í þessu og síðast og þarsíðast (þegar að ég var viðriðinn þetta svo um munaði, er núna óflokksbundinn með öllu). Sá reyndar að einn frambjóðandinn til 1.-2. sætis var búinn að reyna að gera sig virðulegri með því að safna smá skeggi, mér fannst það ekki vera að virka (né kjósendum samkvæmt þessum tölum).
Áhugavert: