Vefþjónn með hiksta

Vefþjónninn byrjaður að hiksta enn meir en áður. Þurfti í dag fimm endurræsingar á tíu mínútum áður en hann komst loksins alveg upp. Fékk undarlegar villur eins og að RAID-ið væri ekki til staðar, SIG: sigfault og önnur undarlegheit við ræsingu. Spurning um að fara að uppfæra alla súpuna, bæði MySQL, PHP, Apache og linux-kjarnann sjálfan.

Ef að það dugar ekki til þá er spurning um að færa sig yfir í annað stýrikerfi, FreeBSD eða… ahem… Windows.

Áhugavert:

  • Bush með undarlega forgangsröð
  • Amelie hlýtur 13 tilnefningar til frönsku Cesar-verðlaunanna
  • Comments are closed.