Kuldalegt

Vaknaði 5.30, fór á fætur 6.45, ekki alveg viss af hverju ég náði bara rúmlega 4 tíma svefni í nótt.

Tókum niður jólaskrautið í vinnunni í dag, og þær mæðgur tóku það niður hérna heima. Það verður allt svo kuldalegt þegar að það er svona dimmt úti og jólaskreytingarnar hverfa alls staðar. Mér finnst vanta einhver janúarljós og litagleði, spurning um að hafa Hawaii-þema í vinnunni fram til vors?

Skaust örsnöggt í Grafarvoginn, fannst mjög skondið að keyra upp Ártúnsbrekkuna og vera allt í einu kominn í vetrarríkið sem að ríkir fyrir ofan snjólínu, allt hvítt fyrir ofan Ártúnsbrekku en ekki snjókorn fyrir neðan. Snjólínan er sumsé í ofanverðri Ártúnsbrekku.

Ansvítans vél hérna heima sem að neitar að starta sér, svona lagað pirrar mig.

Comments are closed.