Skömm að sjá svona lagað hér á landi. Ég líkt og aðrir þegnar þessa þjóðfélags borga skatta, mínir skattar eiga að fara í að uppfylla þrjár grundvallarkröfur: heilsa, menntun og öryggi.
Mínir skattar eiga ekki að fara í einhver gæluverkefni stjórnmálamanna, eins og fokdýr sendiráð í Japan né klósett upp á margar milljónir. Mínir skattar eiga að tryggja grundvallarréttindi allra borgara landsins, að þeir hafi efni á því að vera heilbrigðir (og þurfi ekki að bíða í áraraðir eftir einföldum aðgerðum), að þeir hafi efni á að mennta sig og að þeir séu öryggir (löggæsla, mannvirki standist kröfur og séu vel gerð og svo framvegis). Því miður er ég ekki forsætisráðherra, núverandi ríkisstjórn er að elta einhverjar grillur í stað þess að útrýma biðlistum eftir aðgerðum og öðrum ósóma sem að minnsta málið væri að vinna gegn.
Kláraði í nótt bókina Í hlutverki leiðtogans eftir Ásdísi Höllu (sem að ég kynntist lítillega á þeim árum þegar ég var öflugur í SUS, nú er ég óflokksbundinn með öllu). Bókin veitti smávægilega innsýn inn í líf leiðtoganna fimm, og komu þau öll nokkuð vel út í bókinni, sæmilegasta lesning. Þar var vissulega minnst á það að hlutverk leiðtoga væri að setja fram stefnu, en þeir mega þá ekki gleyma því sem er í gangi í kringum þá og verða að hafa hæfasta fólkið að sjá um málin, ekki vini vina sinna.