Nú á föstudaginn fékk ég loks til mín nýjustu græju heimilisins, litla græna fartölvu.
Hún var sneggri á leiðinni frá Kaliforníu til Hafnarfjarðar en frá Hafnarfirði og í Kópavoginn. Tollurinn tók sumsé vörureikninginn ekki trúanlegan fyrr en ég hafði sent þeim nokkra pósta um hann. Ekki fengið svar frá þeim annað en að tölvan komst loks til skila.
Eina sem ég sé eftir er að hafa ekki pantað tvær til að geta prufað netið sem þær spinna á milli sín.
OLPC verkefnið snýst annars um menntun, ekki fartölvurnar sjálfar. Svo segir Nicholas Negroponte, upphafsmaður þessa frábæra verkefnis sem vonandi heldur áfram að dafna.