Póstlistar sem eru hjá betra.is duttu niður í sólarhring eftir að rafmagn fór af og póstlistaforritið keyrði ekki sjálfkrafa upp aftur. Þetta hefur verið lagað.
Annars fór heimilistölvan mín endurbætta illa út úr þessu rafmagnsflökti… nú hangir hún í 20 mínútur eftir að MUP.SYS skráin er lesin inn áður en hún hleypir manni inn í Windows… um daginn þurfti ég að hringja út til Microsoft til að endurnýja windows-leyfið mitt af því að ég skipti nokkrum diskum á milli kapla í tölvunni… þar áður þurfti ég að setja Windows upp aftur þar sem ég uppfærði móðurborð og örgjörva, sem leiðir til bláskjás í Windows en Linuxinn hins vegar var voða svalur á því og sagði að það væri ekkert mál.
Hvaða Microsoft-snillingi datt í hug að gera stýrikerfið svona ofboðslega tengt vélbúnaðinum, að það keyrir ekki einu sinni upp ef skipt er um móðurborð…