Endurfundirnir

Í nóvember mætti ég á endurfundi grunnskólahópsins míns. Þarna voru 80% meðlima Dead Sea Apple sem og fréttamaður, barnalæknir, húsmæður, gröfumaður, grafískir hönnuðir, tölvuleikjahönnuður og aðrir.

Skemmtileg kvöldstund og ég var hás af tali, lét mig svo hverfa þegar stefnan var sett á reykmettað veitingahús, astminn nógu slæmur í borgarloftinu þó svo ég tefli ekki í tvísýnu og reyni við reykjarmökk líka.

Comments are closed.