Þáttur í bandarísku sjónvarpi spurði "Er George Bush fáviti?".
Lög um forgangsröðun netumferðar eru til umfjöllunar í bandaríska þinginu. Þrýstihópur sem berst fyrir hlutleysi netumferðar (net neutrality) fékk til liðs við sig þrjár manneskjur sem hafa hlotið gífurlega netfrægð. Þau settu saman tónlistarmyndband sem er bara þokkalega gott! Á vef þrýstihópsins er hægt að heyra meira frá þessum þremur netstjörnum.
Best að hreinsa aðeins út úr pósthólfinu myndbönd sem ég ætlaði alltaf að benda á!
Ég taldist aldrei til Rammstein aðdáenda en tónleikaútgáfa þeirra á Seemann hitti mig í hjartastað. Nina Hagen hefur gert eigin útgáfu af þessu lagi sem er ekki mikið síðri.
Ég er lélegur teiknari og líklega verri málari. Mig grunar að ég yrði jafnvel enn verri sandlistamaður. Ótrúlegt hvað hægt er að gera með jafn einföldu hráefni. Held að Discovery Channel hafi fengið þessa manneskju til að búa til myndbúta sem eru birtir milli dagskrárliða.