Tíunda konungsríkið

Skjár 1 fær stóran plús fyrir frábæra dagskrá nú um hátíðirnar. The 10th Kingdom gerir ævintýrum frábær skil og gefur betri mynd af mörgum þjóðsögum en Disney-væmnin hefur gert. Frábær útfærsla hvað brellur, búninga og umhverfi varðar. Úrvalsleikur og handritið er frábært. Fullorðnir geta skemmt sér frábærlega yfir þessum sagnabálki og gripið margt sem fyrir ofan garð hjá börnum. Hversu margir tóku eftir því að eitt atriðið var greinileg tilvísun í málverk Pieter Brugel, Babelsturninn frá 1563?

Kvenhetjan bæði bjargaði öðrum og var bjargað. Jafnrétti haft í fyrirrúmi sem og sjálfstæði, minnir mig á fréttina frá því í apríl síðastliðnum þar sem masters-nemi taldi Öskubusku vera vonda fyrirmynd, þar sem hún er svo undirgefin.

Comments are closed.