Lögreglan virðingarverð?

Ojbara The joke’s on you.

Kastljós var í síðustu viku með umfjöllun um lögregluna, meðal þess sem var rætt þar var vaxandi virðingarleysi fyrir lögreglunni. Á meðan að lögreglan er notuð sem pólitískt tæki af stjórnvöldum, eins og var með Falun Gong málið alræmda og svipuð mál sem hafa komið upp, þá held ég að lögreglan muni áfram missa virðingu og vinsemd borgarana.

Lögreglan á ekki að vera leiksoppur ráðamanna sem vilja bjóða hingað fjöldamorðingjum og reisa Pótemkín-tjöld handa þeim. Þegar hún hættir að vera það þá loksins mun hún fara að njóta sannmælis fyrir hin störf sín, þau sem henni er ætlað að gera og gerir vel.

Comments are closed.