Flott dót!

Fyrir það fyrsta þá er LifeDrive-ið mitt að halda mér alveg ógurlega ánægðum þessa dagana. Náði mér til dæmis í mikið safn af verkum P.G. Wodehouse og skemmti mér konunglega við lesturinn.

Eins erfitt og það var að ná sér í þessa græju (PalmStore sendir ekki til Íslands) þá var allt vesenið þess virði. Bestu þakkir til pdaShop fyrir að vera með næstum allt á lager þannig að maður gat gengið þaðan út með allt sem vantaði. Núna þarf ég bara að versla mér þráðlaust lyklaborð og svo skemmtilegt “man bag“.

Rak augun í alveg magnað leikfang á netinu, það heitir HydroFoam og er svakalegasta fjarstýrða tæki sem ég hef séð. Samkvæmt þeim sem búa það til þá eru þeir í viðræðum um að koma því í fjöldaframleiðslu. Ég væri alveg til í eitt eintak!

Comments are closed.