Hringadróttinssaga

Fórum í Smárabíó í fyrsta sinn, á forsýningu Hringadróttinssögu. Ljósu punktarnir voru þeir að sætin voru fín, poppið var ætt (ólíkt því sem það er í öðrum bíóum) og öll hönnun bíósins greinilega til fyrirmyndar. Myndin sjálf hins vegar vakti takmarkaða hrifningu mína, þessi grein sem nefnist ‘Lord’ of the flyweights lýsir því hvernig mér fannst furðu vel. Þetta var voða sjónrænt og tækniatriðin flest virkilega vel útfærð, en sagan og persónurnar hrifu mig aldrei. Ég hef lesið Hringadróttinssögu, finnst hún ágæt en ekki alveg þetta besta bókmenntaverk síðustu aldar sem að yfirleitt er talið.

Miklar umræður auðvitað í gangi á vefnum, greinilega mikið “hæp” í gangi með myndina og margir sem að sjá ekki myndina fyrir stjörnunum í augunum. Það er svo sem þeirra mat að þetta sé besta mynd allra tíma, mitt mat er **/****.

Comments are closed.