Steggsmyndir

Myndirnar frá steggjuninni minni eru komnar í hús og á vefinn. Því miður var engin neðansjávarmyndavél í för þannig að ekkert sést af fjörinu sem var í köfuninni eða í sundlauginni.

BBC birti í dag nöfn og smápistla um fórnarlömbin 52 frá sprengingunum í London. Þarna má meðal annars lesa um verðandi brúði sem lést skömmu fyrir brúðkaupið og var því jörðuð í brúðarkjólnum. Þarna er líka að finna eitt par sem verða jörðuð saman á morgun.

Þetta sýnir glögglega mannlega harmleikinn sem er þarna á bak við, núna vantar okkur álíka fyrir voðaatburði um allan heim til að eitthvað fari að hreyfast í kollinum á ráðamönnum og almenningi. Þetta stríðsbrölt og þessi paranoja skilar okkur engu nema meiri þjáningum.

Sem er algjör fávitaskapur nú þegar við höfum aldrei verið jafn langt á veg komin með að geta minnkað eymd heimsins. Það sem stendur í veginum er heimska heimsins 🙁

Comments are closed.