Ég held að kennarar verði að skipta út samninganefndinni fyrst að hún hlustar ekki einu sinni á þá sem veittu henni umboð sitt.
Samninganefndin frestaði verkfallinu, þvert gegn vilja kennarafélaga. Ríkissáttasemjari er að láta kennara kjósa um samning sem er jafn hrikalega vondur og sá sem var hafnað í síðustu viku. Ungir kennarar slefa ekki einu sinni upp í 200 þúsund krónur á samningstímanum (til 2008) og fara að auki verr út úr þessu en eldri kennarar sem þegar hafa það nú mun skárra.
Aðferð ríkissáttasemjara við að koma efni tillögunnar til kennara reyndist líka einstaklega fáránleg og kemur í hausinn á honum.
Uppfært: samninganefnd ræður engu þegar ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu, þá þarf að kjósa