LAN #2

Í kvöld héldum við annað CS-lan uppí vinnu. Vorum oftast 10 að spila og skemmtu sér allir konunglega frá rúmlega 18 til miðnættis.

Okkar deild varð í öðru sæti í jólaskreytingakeppninni, og var það greinilega vegna tregðu okkar til að múta dómnefnd sem að féll fyrir tveimur konfektsortum, gosi, rauðvíni og smákökum sem að þjónustudeildin bauð uppá. Við erum hins vegar klár á því að við erum best skreytta deildin… þarfalýsing dómnefndar lá ekki ljós fyrir ella hefðum við lagt meira í múturnar vafalaust. 🙂

Mér var nóg boðið þegar ég las um loftárásir Ísraelsmanna á opinberar byggingar palestínskra yfirvalda og ritaði bréf þess efnis til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formanns og varaformanns utanríkisnefndar Alþingis. Ætli það fari ekki beint í ruslið hjá þeim, en ég stakk því á hugi.is líka svona til vara. Skömmu eftir að hafa sent bréfið las ég svo að Kofi Annan væri að vinna í friði í heiminum með því að koma fram í Sesame Street, hann gæti ekki hafa verið fjær Miðausturlöndum en þetta.

Comments are closed.