Tvenns konar teppa hefur hrjáð mig í dag, sú fyrri var andarteppa í fyrsta fótboltatíma vetrarins. Astma-pústið reyndist útrunnið og því voru lungun við það að springa nokkrum sinnum. Ekki mín glæstasta frammistaða.
Seinni teppan var svo umferðarteppan, Sigurrós náði í mig við Háskólabíó og það voru þvílíkar biðraðir á Suðurgötu, Hringbraut og Miklubraut. Held að við höfum verið 10 mínútur á leiðinni frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið og að ljósunum við BSÍ.