Í tilefni af ummælum umsjónarmanns Nauthólsvíkur um að bara flott kvenfólk ætti að fara úr að ofan (hann sagði það ekki nákvæmlega en merkingin var augljós) vil ég benda á að í Argentínu er nýjasta æðið að hella rauðvíni á brjóst, það er boðið upp á þetta á snyrtistofum og þykir gera þau stinnari og flottari.
Nú fyrst við erum að velta nöktum líkömum fyrir okkur er ekki úr vegi að benda á Naked Aprons en þar má fá svuntur sem eru misnektarlegar.
Nýjustu rannsóknir benda svo til þess að klám sé hollt. Ég hef reyndar aldrei efast um það að opnari umræða um nekt og kynlíf almennt sé af hinu góða, það kemur í veg fyrir ranghugmyndir um hitt kynið eða eigið og þá er einu minna fyrir unglinga og fullorðna að hafa áhyggjur af. Ranghugmyndirnar valda nefnilega all svakalegu tjóni og ég held að bælingin leiði af sér fleiri brotamenn.
Þá er komið að ergelsi dagsins, miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á HringMiklubrautinni undanfarið, núna er einföld akrein í báðar áttir á móts við Hljómskálagarðinn. Þar gera margir öðrum þann grikk að svína hiklaust. Í gær var ég svo endanlega orðinn pirraður þegar ökumaður bílsins XE 343 var 2 bílum fyrir aftan mig, skaut sér skyndilega á vinstri akrein, og negldi svo inn fyrir framan mig án þess að kíkja í spegilinn, það var bara svo sjálfsagt að ég negldi niður og tefði alla röðina. Hann græddi heilar 3 bíllengdir á þessum fíflaskap. Á leiðinni heim voru svo 2 aðrir sem gerðu hið sama.
Núna verður flautan brúkuð óspart á svona svín í umferðinni, þeir verða að ná þessari auka bíllengd og hætta sjálfum sér og öðrum óhikað í þeirri viðleitni. Djöfulsins barbarar erum við alltaf í umferðinni.
Jæja, best að enda þetta á góðu nótunum, Popular Science er með áhugaverða grein um tvo sci-fi rithöfunda sem eru að reyna að spá fyrir hvað gerist í nánustu framtíð, þar er lykilorðið Singularity. Kíkið á greinina og komist að meiru um það.