Fólk flutt út

Held ég hafi nú náð mér í smá lit í dag. Klukkutímafundur sem við ætluðum að halda í fundarsalnum var fluttur í garðinn við Þjóðarbókhlöðuna. Eftir hann röltum við Diddi svo í bæinn þar sem við fengum okkur Hlöllabáta.

Á leiðinni hitti ég Loft sem var að vinna í því að flytja út son, tengdadóttur og sonarson og senda til útlanda.

Sólríkur og hlýr dagur, maður fær útlandatilfinninguna svokölluðu á hverjum degi núna.

Tengill dagsins (fyrir utan á Loft!) vísar á kynlífssenur AT-ST, en svo nefnast risastór vélfarartæki í Star Wars heiminum. Það er margt hægt að gera sér til dundurs, þar með talið að setja upp svona vefi!

Comments are closed.