Kveðjukvöld

Aftur rólegur dagur. Við Jeroen báðir heilsuveilir og héldum áfram að spila tölvuleiki. Stelpurnar fóru hins vegar og fengu sér bragðaref í Álfheimaísbúðinni (slíkt hnossgæti er ekki til í Hollandi).

Ég kom svo loks aftur að Catan-borðinu, hafði hingað til aðeins náð að leika einu sinni og unnið í það skiptið. Núna voru það hins vegar Hollendingarnir sem lönduðu sitt hvorum sigrinum og því tapaði Ísland 2-1 í einvígi þjóðanna í Catan.

Kveðjumáltíðin var svo á Madonnu en Hollendingarnir vildu óðir og uppvægir borga fyrir okkur matinn. Mun notalegri staður en Rossopomodoro og með betri mat að auki.

Comments are closed.