Loksins!

Þá getur maður loksins tengt sig við netið úr Arnarsmáranum. Það tók viku að flytja síma og ADSL á milli, þeir sem þekkja okkur vita að dagur án netsins er erfiður fyrir okkur, hvað þá vika.

Morguninn hjá mér fór í netreddingar á meðan að Sigurrós fór með J&J í Árbæjarlaug, þar sáu þau sér til mikillar furðu að allir voru naktir og þau fengu ekki saman sinn eigin klefa, eins og tíðkast víst í Hollandi.

Eftir hádegið fengu þau svo smá hraðferð um Þjóðarbókhlöðuna, við kynntum þau fyrir Hlöllabátum (sem við höfum sjálf ekkert stundað), kíktum aðeins í kringum okkur í bænum, skoðuðum Íslandskortið í Ráðhúsinu, kíktum í Smáralind og fórum í smá söguferð um æskustöðvar mínar í Kópavoginum, skutumst á Bessastaði og skoðuðum okkur þar um og margt fleira.

Comments are closed.