Við fórum í brúðkaup Óskars og Sóleyjar í gær. Vorum reyndar næstum mætt í brúðkaupið á undan, vorum að gera okkur tilbúin að hlaupa út rétt fyrir tvö þegar ég tékkaði á boðskortinu og sá að athöfnin var ekki fyrr en 16:30.
Við slöppuðum því af næstu tvo tímana áður en við héldum svo í kirkjuna sem er í þarnæsta húsi. Hún reyndist umtalsvert öðruvísi en mig minnti, mörg ár síðan ég kom þarna síðast.
Athöfnin var flott, söngurinn fallegur og brúðurin grét í að minnsta kosti einu laganna.
Fyrirtaks matur, frábær kaka frá Almari, skemmtun fram á nótt. Frábærlega vel heppnað brúðkaup hjá frábæru fólki.