Texture, Taxi og Evrópa

Fór loksins í klippingu í gær, fyrir valinu varð Texture í Mosfellsbæ, eftir ábendingu frá Erni.

Klippingin var fín og þjónustan góð, kíki þangað aftur, langt að fara en tekur samt bara rúmar 10 mínútur að keyra.

Í kvöld litum við á Taxi 3 og skemmtum okkur stórvel, alvöru bíó þar sem manni leiðist ekki, bara forðast að pæla í söguþræðinum með gagnrýnum huga og þá er þetta brilljant.

Fann ansi skemmtilegan vef fyrir okkur landafræði-/sagnfræðinörda… Evrópukort forn og gömul.

Comments are closed.