Monthly Archives: September 2004

Uncategorized

Pínu verkfall, Bill Jesú Clinton

Það er svo sem margt annað að gerast í heiminum en kennaraverkfallið, verð þó að smella einum tengli á Erling þar sem hann spáir í hvernig kjaradómur fór með kennara. Fyrir 1984 sá kjaradómur um að ákvarða laun kennara og því komust þeir ekki í verkföll, er ekki alveg að átta mig á þeim sem segjast hafa lent í verkföllum fyrir 1984? Ég var nú í yngri kantinum þarna þannig að ég man voða lítið en hef ekki tiltækar heimildir um kennaraverkföll fyrir 1984?

Kíkjum til Ameríku, þar er allt að verða vitlaust vegna jesúlegrar myndar af Bill Clinton. Flott andsvarið neðst í fréttinni frá listamanninum, snart mitt guðlausa hjarta.

Uncategorized

Gunnar Birgisson

Sá glitta í Gunnar I. “Box” Birgisson í sjónvarpinu áðan. Þar talaði hann um hvernig “þjóðfélagið færi úr skorðum og verðbólga á flug” ef að kennarar fengju þær launahækkanir sem þeir krefjast.

Við skulum hafa eitt á hreinu. Gunnar Birgisson, minn fyrrum samstarfsmaður í Kópavogspólitíkinni (fyrir 8-12 árum) er með síðustu mönnum sem getur gagnrýnt kennara. Fyrir utan það að þiggja laun sem þingmaður, forseti bæjarstjórnar, reka eigið fyrirtæki og vera að auki í ótal nefndum (allt kemst þetta fyrir í 8 tímum á dag? ætti hann ekki að vera í hlutastarfi í þessu öllu til samræmis við vinnuframlag?) þá sat hann beggja megin borðs þegar ríkið flutti grunnskólakennara yfir til sveitarfélaga.

Hann veit því fullvel að ríkið reyndi að losna ódýrt úr þessu, flutti grunnskóla til sveitarfélaga en voða lítinn pening til að vega upp á móti þessu.

Þegar forystumenn sveitarfélaga barma sér yfir því að eiga ekki pening til að borga kennurum þá eiga þeir að gera kröfu á ríkið, ekki kennara, að taka það á sig.

Eiga kennarar að líða fyrir það að Alþingi og sveitarfélög klúðruðu þessum flutningi grunnskólanna? Er það þeim að kenna að sveitarfélög líta á þá sem ígildi barnapía, láglaunafólk sem á ekki að ybba sig heldur bara passa börnin á meðan að foreldrarnir eru að vinna í “alvöru vinnu” (sumsé ekki kennslu…) ?

Þetta klúður, þar sem Gunnar Birgisson samdi meðal annars við sjálfan sig, er komið frá Alþingi og sveitarfélögum. 75% landsmanna telja að kennarar hafi það þegar nógu gott, 75% landsmanna vita greinilega ekki betur.

Launakönnun VR sýndi að lægstu meðallaunin voru hjá starfsmönnum á kassa, 156 þúsund meðalgrunnlaun. Þetta eru byrjunarlaun nýútskrifaðs kennara. Kassastarfsmenn njóta samúðar minnar, þetta er líklega taugatrekkjandi starf. En ábyrgðin sem felst í því að afgreiða viðskiptavini er langt í frá sú sama og að sjá til þess að 18 til 28 nemendur fái einstaklingsmiðaða kennslu. Kassastarfsfólk tekur ekki vinnuna með sér heim, fer yfir kassakvittanir og býr til nýjar. Það gera kennarar með heimavinnuna og fá ekki borgað fyrir. Kassastarfsfólk hefur ekki lokið háskólanámi til að stunda vinnu sína.

Launakönnun VR sýnir svo allan þann fjölda starfa þar sem ólært starfsfólk fær mun meira borgað en kennarar með 40 ára starfsreynslu, kassafólkið er bara lægst launað og samt með sama og nýútskrifaðir kennarar.

Skoðaðu það Gunnar Birgisson. Þú vilt líklega vel en þú veist ekki betur. Lesið svo nýjasta pistilinn hjá Sigurrós.

Uncategorized

Kennaradeilan, skoðið báðar hliðar

Fyrirsagnir blaða og frétta einblína á “deilan við kennara” og “kröfur kennara” en aldrei sjáum við fyrirsögn þar sem stendur “kröfur sveitarfélaga” eða “deilan við sveitarfélögin”. Hversu einhliða getur fréttamennska orðið?

Það hefur aldrei verið leyndarmál að mér hefur ósjaldan ofboðið það að fólk sem birtir yfirlýsingar fyrirtækja, ráðamanna og annara án þess að grennslast fyrir um hvað liggur þar að baki, kalli sig fréttamenn. Þetta á við um 90% efni Morgunblaðsins á hverjum degi og stóran hluta annara fjölmiðla sem birta yfirlýsingar en stunda ekki alvöru fréttamennsku.

Í dag skrifuðu tvær ungar kennslukonur um verkfallið, þeirra sjónarmið. Það er tími til kominn að rödd almennra kennara fái smá sviðsljós, Eiríkur Jónsson gerir þeim aðeins ógagn með hótunum sínum og forneskjulegum aðferðum.

Lesið færslur Helgu Sigrúnar og Sigurrósar.

Það er soldið öfugsnúið að margir tala um skólana eins og þeir séu bara barnagæsla, þeir eru miklu meira og það á að taka fullt tillit til þess.

Hringlandaháttur menntamálaráðherra með lengd námstíma, án þess að gefa betri útskýringar en “af því bara” er hluti af vandamálinu. Það þarf að skoða skólamálin mun betur.

Litlu deiglupennarnir vilja sjá kennara metna eftir árangri en bjóða ekkert betur en meðaleinkunnir sem árangursmat.

Þetta sýnir fádæma vanþekkingu þeirra á skólakerfinu þar sem nemendur eru af öllum gerðum, margir með mismunandi fatlanir. Á kennari sem tekur við bekk þar sem stór hópur nemenda á við námsörðugleika að stríða að gjalda fyrir það? Eiga skólar og kennarar að fara að vísa nemendum frá sem munu lækka meðaleinkunnir? Það er ekki hlutverk skólanna og þessi matsaðferð er svo heimskuleg að ég finn ekki betri orð en það, heimska.

Uncategorized

Breskir ráðherrar æfir vegna mótmæla

New laws are being planned which could give police power over an anti-war protester who has been camping outside the Commons for the last three years, laying out 40 metres of banners denouncing Mr Blair as a murderer and war criminal.

His display has infuriated ministers, who believe it draws attention to the weakness of the government under its own laws. Parliament Square is run by Westminster Council, which allows camping on public parks if the cause is political. (src)

Já hvernig dirfist maðurinn að mótmæla svona! Setjum ný lög svo hægt sé að handtaka hann!

Rugl!

Uncategorized

Rembrandt var veggeygður?

Samkvæmt þessari frétt var Rembrandt líklega með gallað auga (wall-eye á ensku) sem að breytti skynjun hans og gerði honum kleift að sjá heiminn öðruvísi en aðrir.

Uncategorized

Þjóðremban

Það er marg skrítið til, eins og W tómatsósan sýnir.

Smá listi sem á að sýna Bandaríkjamönnum af hverju aðrar þjóðir telja þá ekki vera þá skóladrengi og boðbera frelsis sem þeir telja sig vera.

Uncategorized

Öðruvísi orðabækur

Maður á nú ekki að vera að benda á svona lagað en þetta er kannski gagnlegt fyrir suma.

Uncategorized

Tappi

Sökum umferðarslyss fyrir ofan BSÍ var Miklabrautin/Hringbrautin þéttsetin þannig að það tók mig hálftíma að fara frá Þjóðarbókhlöðunni og að þessu strætisvagnaskýli þar sem bílarnir voru. Lögreglan hreyfði ekki annan bílinn sökum þess að hann var óökufær, það hefði nú mátt reyna að ýta honum þessa tvo metra sem þurfti svo hann færi í útskotið.

Uncategorized

Drepum fólk svo það meiði sig ekki

Þessi frétt er alveg mögnuð.

Twelve others were killed and 61 wounded by rockets from two US helicopters on Haifa Street in central Baghdad. They had fired into a crowd milling around a burning Bradley fighting vehicle that had been hit by a rocket or bomb hours before.

“The helicopter fired on the Bradley to destroy it after it had been hit earlier and it was on fire,” said Major Phil Smith of the 1st Cavalry Division. “It was for the safety of the people around it.”

Sumsé, svo að fólkið í kringum jeppann meiddi sig ekki á skotfærunum sem var að finna í honum, þá sendu þeir eldflaugar á það og sprengdu það upp!

Þessir guttar þurfa að hætta að spila tölvuleikina sem ameríski herinn notar við æfingar og fara aðeins að pæla í hlutunum.

Hin frétt dagsins er svo af Blatter, sem fyrir ekki löngu setti fram reglu um hvernig má fagna mörkum. Núna virðist hann vera í mótsögn við sjálfan sig þegar hann skammast út í dómara sem framfylgdi reglunum nákvæmlega eins og Blatter var búinn að segja að ætti að gera! Mannkertið er enn í jafn litlum metum hjá mér og áður.

Uncategorized

Dútl

Dagurinn hvarf í alls konar stúss!