Monthly Archives: February 2004

Uncategorized

Lubbinn

Við Gunna litum í hádeginu í Kringluna. Þar sem við löbbuðum í átt að Hagkaupum vatt maður með myndavél sér að mér og vildi fá mig í spurningu dagsins.

Þar sem nú eru tveir mánuðir síðan ég fór síðast í klippingu er ég kominn með ógnarlegan lubba sem að stendur út í loftið í hliðunum, þannig er hárið á mér bara að eðlisfari. Ég var að auki órakaður og hárið úfið þannig að ég var snöggur að segja nei og fórnaði Gunnu í minn stað sem birtist væntanlega í spurningu dagsins á morgun í DV.

Ég hefði nefnilega verið tekinn verulega á teppið ef að mynd af mér svona lubbalegum hefði birst á almennum vettvangi, við heimkomu var þetta mat mitt á aðstæðum staðfest. Þá er bara að sjá hvort að Gunna myndist eins vel og hún á skilið!

Uncategorized

Svartnaggur vondur

Judges refuse immediate halt to same-sex marriages, jamm hjónavígslur samkynhneigðra enn í gangi. Þarna má meðal annars sjá leikkonu úr Judging Amy að gifta sig. Svartnaggurinn vill nú ekki gútera þetta, hann sem er svo líbó… þegar kemur að honum og kvenfólki.

Uncategorized

Tíska, Barbie-klám og LEGO

Tískusýningar í gangi þessa dagana til að leiðbeina kvenfólki (því ekki hlustar karlar mikið á þetta) hvaða litir og snið eru þóknanleg pínulitlum hópi hönnuða sem að mínu mati eiga bara að halda sig við dúkkur. Meðal þess sem stungið er upp á að kvenfólk klæðist er þessi múndering. Ég myndi svo sem ekki kvarta en finnst þetta heldur tæpt fyrir haust/vetrar-tísku.

Paris Hilton er að gera ótrúlegustu hluti í þáttunum The Simple Life, fyrir þá sem misstu af myndbandinu með henni og giftum manni þar sem þau léku sér fyrir framan myndavél, þá er búið að fá Barbie til að leika senuna.

Ekki má gleyma LEGO-tengli dagsins.

Uncategorized

Snemmbúin skólalok

Í dag var tilkynnt að hörpunámskeiðið (fornmánuðurinn, ekki hljóðfærið) Gagnanám yrði því miður ekki í boði.

Því lítur út fyrir að ég klári skólann snemma þar sem einingafjöldinn er nægur til að sleppa svona hörpunámskeiði og ég nenni ekki í hin þrjú sem eru í boði. Þá er bara að finna sér framtíðarvinnu.

Uncategorized

Microcosmos

Í gækveldi horfðum við á Microcosmos sem Sigurrós tók á bókasafninu (vikuútlán, ókeypis). Egill hafði ráðlagt mér að horfa ekki á hana þreyttur. Enginn texti var en það kom lítið að sök, eina talaða málið er í blábyrjun þegar að efni myndarinnar, fólkið í grasinu (skordýrin) eru kynnt á ljóðrænan hátt á frönsku.

Eftir það sjáum við bara ýmis skondin, skelfileg og dagleg atvik meðal skordýranna. Líkt og farfuglarnir er hér um að ræða hreina náttúruskoðun, enginn söguþráður og við kíkjum á einstaka kvikindi í smástund áður en við lítum á það næsta.

Uncategorized

Heimilisfólki fjölgar

Enn er það heimilisfólk að Betra.is en ekki að Betrabóli. Skruppum til Sigrúnar í dag og nettengdum hana en fríþjónustan li.is virðist hafa horfið og ekki einu sinni sent nótu um það.

Fleira heimilisfólk er enn að koma sér í gírinn.

Uncategorized

VITarar og gRiDarar

Það voru smá nostalgíutímar á netinu í kvöld. Hittumst á MSN nokkrir gamlir VIT-arar og gRiD-arar og spjölluðum um gamla tíma og nýja.

VIT og gRiD voru sumsé aðalliðin í Team Fortress Classic útgáfunni af Half-Life fyrir mörgum árum. Þetta voru æðislegir tímar þar sem úrslitaleikurinn á Skjálfta (eða hvað það hét) stóð upp úr sem einhver magnaðasti leikur allra tíma. Ég ætlaði nú ekki að spila þar en hann TARZAN greyið forfallaðist á miðju móti og ég var gripinn og skellt í stöðuna hans, nokkuð sem ég var ekki vanur að spila. Hér á eftir kemur lýsing sem aðeins TFC-spilarar skilja.

Þar upplifði ég eitt svakalegasta andartak allra tíma, ég náði að taka út scout sem var að reyna að flýja með fánann okkar í lyftunni í 2fort, snéri mér svo við og lokaði innganginum með HWGuy-gaurnum sem ég spilaði í stað Tarzans. Það sem á eftir fylgdi var rooooosalegt. Held að einir 5 gRiD-arar hafi komið í sóknina (af 8) og hentu öllum mögulegum sprengjum á mig á meðan að Cannon og Alli stóðu bakvið mig og lömdu í mig heilsu og armor.

Þarna stóð ég því með tvo bræður að baki að halda í mér lífi og fimm óvini fyrir framan smellandi öllu á mig sem þeir áttu til að komast í fánann okkar. Skjárinn minn varð stundum gjörsamlega æpandi hvítur af öllu sprengjuregninu og oft hafði ég ekki hugmynd hvort ég væri lífs eða liðinn í öllum hamaganginum.

Þetta tókst þó hjá okkur og fáninn okkar hvarf loks aftur á sinn rétta stað. Alveg mögnuð andartök.

Uncategorized

Hærra Lægra

Meðal skilaverkefna sem ég er að skila í vikunni er þessi litli leikur fyrir farsíma, hægt er þó að nota venjulega vafra en “útlitið” er fyrir farsímaskjái sem eru pínkupons.

Uncategorized

Evrópugrautur

Sigurrós vann aldrei þessu vant í einhverri keppni um miða á Frönsku kvikmyndahátíðina. Við ætluðum að fara í gær en vorum ekki alveg í bíóstuði þannig að við fórum í kvöld á þá mynd sem skartaði yndinu henni Audrey Tautou.

Myndin heitir L’auberge espagnole og er skemmtileg lýsing á einu ári hjá Erasmus-nema. Partýatriðið náði gjörsamlega að láta manni finnast maður vera á staðnum og rifjaði upp þau skipti sem maður hefur verið á skemmtilegu fylleríi þar sem maður er ánægður með allt og alla, sérstaklega frábæra vini og enginn lendir í slagsmálum eða deyr fyllerísdauða.

Hef átt örfá svona andartök og þau voru frábær. Líklegast þessi stemmning sem allir eru að leita að sem fara vikulega á fyllerí niðrí bæ, en upplifa líklega örsjaldan.

Myndin er sýnd á morgun fimmtudag klukkan 20 í Háskólabíói. Síðasta sýning, hvet alla til að mæta.

Uncategorized

Þriðjudagur já

Bíddu við.. skóli, hmmm… matur…. voðaleg rútína í gangi.