Monthly Archives: December 2003

Uncategorized

Bara svona

Hanna dýrar og ódýrar fjarstýringar, fjör í mínum skóla.

Uncategorized

Ergónómía

Ergónómía snýst um að gera umhverfi okkar sem þægilegast og heppilegast. Dæmi um það er til dæmis draumastóllinn minn. Þeir hjá Nyko eru nú komnir fram með magnaða nýjung, Nyko AirFlo Controller sem er leikja”pinni” með loftkælingu svo maður verði ekki sveittur í lófunum.

MSN reynir svo að ráðleggja konum hvað karlmönnum finnnst rómantískt.

Uncategorized

Bush með höttinn

Jeff Stahler á oft góða punkta, samanber Bush með höttinn.

Uncategorized

Glætan

Glætan lét sjá sig. Ég hélt ég væri kolfallinn í prófi sem ég mætti vansvefta og fárveikur í en ég rétt skreið það, verkefnin hækka mig svo upp í mannsæmandi einkunn. Á eftir að fá lokaeinkunnina en hún verður tæp átta þrátt fyrir þetta vonda gengi í prófinu. Á líka eftir að fá einkunn úr fagi sem ég vil fá hátt í, ætti að detta inn á morgun.

MSN er með smá samantekt á heimskulegum lögum sem er meðal annars hægt að lesa um á dumblaws.com.

Uncategorized

Matargat

Í gær fórum við á Kínahofið, Nýbýlavegi í Kópavogi, áður en Sigurrós og Stefa héldu áfram Muppets-maraþoninu sínu og ég kíkti til Hrafnkels.

Maturinn var svona þokkalegur fannst mér, kjúklingur með ananas var mitt val. Það sem pirraði mann þó voru auðvitað reykingarnar á nærstöddum borðum, ég held að maður fari núna bara alfarið að skipta við reyklausa staði.

Í dag litum við svo við á Austurvelli þar sem við fengum fullt af leiðinlegum formlegheitum áður en loksins var kveikt á jólatrénu. Það verða þó nokkur börn og fullorðnir kvefuð eftir að hafa staðið þarna mun lengur en hefði þurft.

Uncategorized

Jólaglöggið

Klukkan er um þrjú að nóttu og ég er nýkominn heim eftir ánægjulegt kvöld. Hrafnkell og Sirrý buðu okkur til árlegs jólaglöggsfagnaðar þeirra, Sigurrós var vant við látin en ég mætti og sat rúma fimm tíma á spjalli við Unni og Bjarna áður en þau fóru á Dömustaðaballið og svo Kela, , Stínu, Loga og svo bættist Elli í hópinn. Málefnin spönnuðu sögu internetfyrirtækja Íslands, skólamál, Brúðarbandið, trúmál (tengillinn sem ég lofaði þeim), notendaviðmót og margt fleira.

Fín kvöldstund og jólaglöggið sem Keli bjó til vakti gífurlega lukku, get ekki sagt til um það sjálfur þar sem ég er að halda mér frá svona veigum á meðan að líkaminn er að klára baráttuna við bronkítisinn.

Varðandi skólamálaumræðuna okkar þá er áhugaverð þessi grein um stöðu skólamála í Skotlandi þar sem foreldrar pretta skólayfirvöld til að koma börnum sínum í góða skóla. Hvort segir það meira um foreldrana eða skólakerfið?

Uncategorized

HM 2006

Fótbolti

Bora Milutinovic, minn gamli vin, er nú kominn með enn eitt landsliðið til að koma á HM, núna eru það Hondúras sem að hann ætlar að koma á HM. Ég er farinn að halda að hann sé eina von okkar Íslendinga um að komast á stórmót. Karlinn er búinn að vera á sex HM í röð og aldrei með sama liðið (Mexíkó tvisvar reyndar en ekki samfellt).

Við erum í riðli 8 í undankeppninni fyrir HM ásamt Svíum, Króötum, Búlgörum, Ungverjum og Möltumönnum. Frekar löng ferðalög fyrir utan Svíana. Riðill 6 er Bretlandsriðillinn, Englendingar, Walesverjar og Norður-Írar ásamt öðrum.

Lygar

Það er aldrei satt orð eða sönn mynd þar sem George W. Bush kemur nálægt.

Uncategorized

Beib gegn Bush

Pólitík

Dagatal ársins 2004 er líklega Babes against Bush.

Þeir sem misstu af því í fréttunum um daginn ættu að geta notið orðsnilldar Donalds Rumsfeld hérna, en þessi tilvitnun í hann var valin mesta bullið (Foot in Mouth) af Plain English:

Reports that say something hasn’t happened are interesting to me, because as we know, there are known unknowns; there are things we know we know. We also know there are known unknowns; that is to say we know there are some things we do not know. But there are also unknown unknowns — the ones we don’t know we don’t know.

Tölvulíf

Áhugaverð afritunarlausn fyrir heimili komin á markaðinn, er alltaf að vandræðast í að finna góða lausn til að halda gögnum heimilisins öruggum.

Í Extramadura á Spáni er nú komin út Linux útgáfa sem nefnist LinEx, áhugavert framtak þar sem reynt er að koma fátæku héraði inn í upplýsingaöldina.

Listalíf

Magnað að þetta sé vatnslitamynd.

Uncategorized

Allir eru Picasso

Listalíf

Allir geta nú hermt eftir Picasso. Verulega töff.

Löggulíf

Eitt sem ég skil ekki varðandi nýfallinn dóm um lögreglumann sem að handtók pilt fyrir að taka mynd af honum á skyndibitastað. Lögreglumenn segja (í blöðunum í dag, nafnlaust!) að þessi dómur (og annar svipaður) setji þegnana í hættu og erfiði þeim störf þeirra.

Mér er spurn í hverju hafa störf þeirra falist? Þarna var klárlega um að ræða ólöglegar handtökur og falsaðar skýrslur af hálfu lögreglumannanna, eru aðrir lögreglumenn að segja með yfirlýsingum sínum að þetta sé venjuleg hegðun þeirra?

Hvorugt tilfellið var vegna ofbeldis af hálfu þolenda en samt dirfast lögreglumenn að segja að þetta geri starf þeirra erfiðara við að halda niðri ofbeldi? Mig er farið að gruna að þeir séu orðnir sumir hverjir veikir fyrir álíka retórík og litla ljóta Hvíta Húsið ástundar, við megum allt og berum enga ábyrgð?

Uncategorized

Nemo fundinn

Kvikmyndir

Ótrúlegt en nokk en þá fórum við í bíó í kvöld, mánuðir síðan síðast. Fyrir valinu varð Finding Nemo með ensku tali. Prýðisgóð skemmtun og snillingarnir hjá Pixar eru magnaðir listamenn. Á undan myndinni er sýnd Knick, Knack sem er stórskemmtileg teiknimynd frá Pixar síðan 1989 um snjókarl og raunir hans inni í snjókúlu. Höfum séð hana nokkrum sinnum áður en alltaf vel skondin.

Skóli

Ég náði stærðfræðiprófinu þrátt fyrir að hafa kolfallið á tíma í því og sleppt tveim dæmum og klúðrað öðrum tveimur minnir mig.

Ekki glæsileg einkunn en ég er ekki að velta mér upp úr því lengur.