Það er víst svo að þegar að skipunina su vantar í linux stýrikerfið hjá manni, þá eru góðar líkur á að óprúttinn aðili hafi komist inn á hana og fiktað. Þá er öruggast að strauja gjörsamlega allt og byrja upp á nýtt. Í kvöld hef ég því verið að vinna í því að færa vefina aftur yfir á varavélina, áður en ég fer að setja upp Debian (linux-dreifing).
Mike benti mér á það að núna vilja G14 (stærstu lið Evrópu) fara að loka meistaradeildinni gjörsamlega fyrir minni þjóðum, svo að Íslendingar og Norðmenn (sem þeir nefna sérstaklega til sögunnar) fari ekki að þvælast fyrir flottu fótboltaliðunum þeirra. Þannig að skamm á Rosenborg fyrir að vera eitthvað að vinna þessi glæsilið, bara hættum að hafa Rosenborg með. Áhugaverð lausn. Ég tryllist ef þetta verður málið, Mike er nú þegar að semja yfirlýsingu fyrir hönd WFF.
Að lokum, þá er leiðinlegt að sjá hvað Bandaríkjamenn eru tilbúnir að stimpla allt með “Made in USA” og “USA No 1!” stimplunum sínum. Nú eru grey vetrarólympíuleikarnir að fá að kenna á því. 15.000 hermenn að auki ásamt herþyrlum og orustuþotum. Bush mælti svo fleyg orð: “I’m so confident about the security situation that I came,”.
Áhugavert: