Monthly Archives: November 2001

Uncategorized

Með þrjár í takinu

Dagurinn fór í það að standsetja tölvuna sem ég keypti um daginn, færa af tölvu 2 sem að tengdó notaðir yfir á þessa nýju (tölvu 1), og að færa af tölvu 3 yfir á tölvu 2. Talva 3 (þessir snillingar sem fundu út að talva ætti að beygjast eins og völva en ekki tala ættu að finna sér eitthvað annað að gera) átti við smávegis vandamál að stríða með módemið, ef það var í gangi þá kom General Protection Fault.

Það voru því 4 turnar (gamli turninn minn að auki) og 2 fartölvur í þessu litla vinnuherbergi okkar í dag, og ekki hægt að þverfóta fyrir opnum kössum, málmplötum og skrúfum. Held að ég sé svipaður í tölvuuppfærslufikti og aðrir sem eru í bílafikti… ég skal redda tölvunum þeirra ef þeir redda bílnum mínum 🙂

Talandi um bíla, það var víst svaka stormur í nótt, og þegar ég kom út í morgun var eins og að búið væri að mála bílinn minn hvítan, þykkt lag af salti/tjöru/sandi og hver-veit-hvað sem að lá yfir öllu.

Uncategorized

Föstudagur

Með eindæmum rólegir hjá mér… ætli þetta sé ekki aldurinn?

Áhugavert lesefni:

  • Internet liberation theology
  • Uncategorized

    Þorpsstjóri

    Las skondna frétt á mbl.is í dag, þeir gleymdu hins vegar að geta þess að íbúafjöldi þessa smábæjar er ekki nema 132 samkvæmt þessari heimild.

    Frönskukennslan heldur áfram, 7. tími af 11 var í kvöld. Þegar heim var komið biðu mín kökur þar sem tengdó var með smá saumaklúbb.

    Áhugavert lesefni:

  • High score: readers response
  • Uncategorized

    Uppsetningardagur

    Sá fínt tilboð á partalistanum og var snöggur að kaupa vél á 30.000 með 17″ skjá. Fljótur að koma skjánum í notkun, var með 15″ sem náði bara 800×600 upplausn í góðum gæðum þegar ég tengdi hann í lappann, en nýji skjárinn ræður við 1152×864 í mjög góðum gæðum. Mikill munur að vinna aftur í alvöru upplausn heima við.

    Eftir tveggja tíma tilraunir til að bjarga C: drifinu á vinnuvélinni gafst ég upp og straujaði hana bara og eyddi vinnudeginum í að setja upp nauðsynlegustu forrit. Þá er bara eftir að laga MBR (master boot record) þannig að ég komist líka í Debian-inn sem er einnig uppsettur á vélinni. Sem betur fer voru öll gögnin á öðrum drifum.

    Áhugavert lesefni:

  • Amazing powers of sheep
  • Uncategorized

    Wendy

    Vorum stödd nokkrir vinnufélagar á Navy Base í hádeginu og ákváðum að prófa þennan hamborgarastað sem þar er, og nefndur er Wendy´s. Þetta reyndust vera einhverjir verstu hamborgarar sem við höfum nokkru sinni smakkað, kjötið vont á bragðið og að auki ferkantað þannig að hornin stóðu vel út fyrir einstaklega fitugt brauðið. Frönsku kartöflurnar komu svo örugglega úr poka sem ekki stóð á “made from real potatos”, einhver iðnaðarviðbjóður. Svo fékk ég ekki Sprite eins og ég hafði pantað heldur Dr. Pibbs eða eitthvað svoleiðis, sem er skuggalega vondur drykkur, skilaði honum að sjálfsögðu og fékk rétta gostegund. Mér leið það illa í maganum að ég fékk mér ekki nema örfá hrísgrjón í kvöldmatnum, var þá ennþá frekar bumbult. Mín fyrsta og síðasta ferð á þessa búllu.

    Áhugavert lesefni:

  • Games & drugs
  • Uncategorized

    Push any key to continue…

    Alveg óþolandi þetta Windows… einfalt dæmi eins og að setja upp módem virkar í fyrsta sinn.. en svo gúterar Windows ekki að starta sér ef módemið er í gangi… hvaða amatörar búa þetta stýrikerfi til, ég yrði hissa ef þeir ættu bót fyrir boruna á sér….. þeir eiga það að minnsta kosti ekki skilið…

    Áhugavert lesefni:

  • The Phantom Edit
  • Uncategorized

    Powerpuff dagur

    Pinky and the Brain byrja aftur næstu helgi, fann af því tilefni þessa síðu með hljóðdæmum úr þættinum.

    Powerpuff syrpa á Cartoon Network, nokkrar nýjar myndir. Þær eru bara frábærar litlu dúllurnar! 🙂

    Uncategorized

    Þrengslin

    Skrapp í morgun og fékk vetrardekkin undir bílinn. Þau eru þau sömu og í fyrra og eru nagladekk. Mér leið hálfkjánalega að keyra á malbikinu með naglana tætandi það, en það átti eftir að koma í ljós að naglarnir stóðu sig þegar á reyndi. Reyndar vorkenni ég þeim sem eiga að viðhalda götunum frekar lítið, enda margbúið að sanna það að steypa endist betur og mengi minna heldur en blessað malbikið. Sjá má þetta erlendis þar sem að einungis allra mestu sveitavegir eru malbikaðir. En við verðum að vera svo miklir afturhaldssinnar að við höldum okkur við handónýtt yfirlag á helstu umferðaræðum okkar.

    Upp úr hádegi héldum við Sigurrós af stað austur, nánar tiltekið á Selfoss í heimsókn til systur hennar. Það var allt autt hérna í Laugarnesinu, en um leið og við komum upp Ártúnsbrekkuna var allt orðið hvítt. Fyrir utan Reykjavík var sömuleiðis allt hvítt svo langt sem augað eygði. Við fórum Þrengslin, held að það sé fyrsta skiptið sem ég hef farið þau. Það gekk bara ágætlega og ekki þungfært. Hins vegar er langt síðan að ég sá svona mikið hvítt, himinn og jörð alvhvít og lá við snjóblindu. Þegar við komum svo niður úr Þrengslunum er allt autt þeim megin, og gulur litur grassins yfirgnæfandi í landslaginu. Við fórum fram hjá Stokkseyri og Eyrarbakka, fyrsta sinn sem ég fer þar held ég alveg örugglega. Í fjarska sáum við hins vegar óveðurstungu teygja sig niður að Selfossi.

    Á Selfossi fór svo að snjóa á meðan að við dvöldum þar, þegar við lögðum af stað heim rúmlega fimm var tæplega 5 cm snjólag á bílnum. Það var orðið kolniðadimmt og við héldum núna í átt að Hveragerði, þegar þangað var komið sýndist okkur mikið óveður geysa á heiðinni þannig að við tókum vinstri beygjuna í átt að Þrengslunum. Við höfðum ekki farið nema nokkra metra af alhvítum þjóðvegi 1 þegar að þjóðvegur 38 var orðin alauður og gult grasið orðið aftur allsráðandi. Mér fannst þetta frekar spes, nokkrir metrar á milli vetrarríkis og haustríkis.

    Þegar við komum svo upp Þrengslin var snjórinn ráðandi þar eins og búast mátti við. Munurinn núna var sá hins vegar að allt var kolsvart þar sem áður hafði verið alhvítt, skemmtilegur litaleikur náttúrunnar.

    Þarna kom sér vel að vera komin á vetrardekkinn, og í bænum var greinilega komin hálka þegar heim var komið þannig að manni leið ekki eins og villimanni á nöglunum, heldur eins og manni sem að skipti um á hárréttu augnabliki.

    Áhugavert lesefni:

  • America’s identity crisis
  • Uncategorized

    Rólegur föstudagur

    Áhugavert lesefni:

  • Linux wins access to next-generation CDs
  • Uncategorized

    Máninn skín

    Máninn er þvílíkt bjartur á himninum núna, var að koma úr frönskutíma og hann er eins og sæmileg flóðljós. Lærði einmitt að croissant þýðir ekki hálfmáni eins og ég taldi heldur “vaxandi” (máni þá), þá er bara að sjá bakaríin fara að selja vaxandi hægri vinstri. Croissant eru annars ekki í náðinni hjá mér, þegar ég var þarna 1998 í HM-ferðinni fengum við ekkert annað í morgunmat á hótelunum og meira rusl hef ég ekki fengið í morgunmat.

    Aumingja PowerPuff stelpurnar hrelldar af vírusi og dreifa honum óvart. Ein af uppáhaldsteiknimyndunum mínum en krakkar ættu að vera orðnir 10 ára eða svo áður en ég leyfði þeim að horfa, mikið af bröndurum sem gætu misskilist.

    Áhugavert lesefni:

  • Brutality smeared in peanut butter
  • DeCSS DVD descrambler ruled legal
  • Linux goes to the movies