Category Archives: Ferðalög

Ferðalög

Brottför

Þá er ekki langt í það að við skötuhjúin höldum á BSÍ og þaðan (eftir smá Reykjavíkurrúnt) í Leifsstöð. Þaðan fljúgum við með Corsair (brottför 01.30) til Orly-flugvallar í París, síðan þurfum við að hlaupa uppí næstu RER-lest til að komast á Gare de Lyon, þar sem við vonumst til að ná TGV-lestinni sem að tekur okkur á áfangastað í Grenoble (komutími 11.45 að staðartíma, 09.45 að íslenskum tíma).

Vonandi að engar seinkanir verði þannig að við þurfum að kaupa okkur nýja miða og annað vesen.

Ferðalög Molasykur

Samband

Kom heim í hádeginu í dag til að geta hringt urrandi vondur í 800 7000, nema hvað að þá voru þeir búnir að laga þetta.

Veðrið í Frakklandi lítur vel út fyrir okkur, 30°C á daginn og 15°C á morgnana (sem er mesti hiti sem hefur verið í Reykjavík í sumar held ég… á daginn).

Trúarbrögð eru svo ekki sniðug, sjáið þennan lista yfir hvaða kex og kökur (og fleira) múslimar mega og mega ekki éta. Sérstaka athygli vekur listinn yfir bönnuð E efni. Hvernig ætli listinn líti út í Afganistan?

Aaaach. Operan er eitthvað undarleg í að lesa stílsniðin mín! Hmmm.. og vill stundum ekki sýna myndir. Ekki í náðinni hjá mér, byrjaði vel en fer svo að klikka talsvert.