Category Archives: Molasykur

Molasykur Samfélagsvirkni

Kvenfólk og stríð

Vefgáttin mín er alveg yndisleg, rakst í dag inná þessa frétt sem segir frá því hvernig ísraelskur hermaður af fegurra kyninu beitti alkunnri taktík kvenna og strippaði til að rugla andstæðinga sína. Getur ekki klikkað (nema andstæðingarnir séu Talebanar). Ef þetta er rétt og satt (sem vafi leikur á) þá er þetta auðvitað málið, endum styrjaldir og strippum!

Í framhaldi af þessum tengli sá ég auglýsingu sem að mér fannst ekki síður merkileg, svo virðist sem að Ísraelsstjórn sé kannski ekki nógu góð við greyið hermennina sína, heldur er sérstakur sjóður rekinn með það að markmiði að bæta lífskjör þeirra á meðan að á herdvöl stendur.

Stórmerkilegt, annars bíð ég spenntur eftir því að íslensk stjórnvöld setji viðskiptabann á Ísrael. Mér telst svo til að það séu aðallega appelsínur sem að við flytjum inn þaðan, og man ekki eftir neinu sem við flytjum þangað. Þetta hefði því ekki nein stórvægileg áhrif á hvorugan aðila, en táknræn merking ætti að skila sér betur. Fyrst að við vorum fyrstir til að viðurkenna Eystrasaltsríkin, af hverju ættum við ekki að vera fyrstir vestrænna þjóða til að sýna Sharon að við tökum þessa helför hans gegn Palestínumönnum alvarlega.

Molasykur

Rush Hour 2 & Viva France

Í gær kíktum við á Rush Hour 2 í Laugarásbíói, þar sem aðkoman er ennþá frekar ljót vegna byggingaframkvæmda. Hljóðkerfið held ég að hafi verið stillt í botn, ég var svona á báðum áttum með hvort að ég ætti að vaða fram og biðja þá um að lækka þetta aðeins, það er ekkert gífurlega gaman í bíó þegar að maður er farinn að einbeita sér að því að heilinn skoppi ekki til og frá vegna hljóðhögga.

Myndin var frekar slöpp fyrir hlé, Chris Tucker sem var stórfínn í fyrri myndinni var með kjaftinn í overdrive, og bilaðan að auki. Ekki helmingurinn af því sem hann ældi út úr sér var skondinn (nema hvað að 9 ára krökkunum fyrir aftan mig fannst það allt fyndið). Eftir hlé var hins vegar meira um action og minna um blaður, Tucker sýndi nokkra takta sem að hann hefur greinilega lært af Chan. Eftir hlé var myndin því bara ágætis skemmtun.

Sæmilegasta afþreying, maður verður að fara að taka eitthvað af þessum Jackie Chan myndum, hann er alltaf brilljant drengurinn.

Þá erum við búin að fá loksins staðfestingu á því að við förum til Frakklands núna í lok ágúst í langþráð 10 daga sumarfrí.

Og svona í lokin, þá rakst á skemmtilegan tengil í dag, þetta “myndband” er snilld.