Monthly Archives: December 2005

Uncategorized

Þáttaröðin

Við hjónin erum að vinna í myndbandi fyrir vini okkar sem klárast vonandi fyrir jól. Það er þó ekki jafn metnaðarfullt og Star Trek-áhugafólkið sem er að gera sína eigin þætti sem vantaði þegar fyrsta þáttaröðin hætti fyrir tímann: New Voyage serían.

Ég er annars hoppandi kátur þessa dagana með leturgerðina Cardo sem mun reynast óviðjafnanleg fyrir fræðilega texta. Margir skemmtilegir stafir þar sem fornir textar nota en eru horfnir í nútímaskrifum.

Uncategorized

250.000 skopparaboltar

Ég tók eftir auglýsingu frá Sony um daginn, í styttri útgáfu, þar sem tugþúsundir skopparabolta hoppa um í San Fransisco. Velti því fyrir mér hvort þetta væri tölvugert eða í alvörunni.

Fann myndband í dag þar sem þeir sýna frá gerð auglýsingarinnar. Þetta virðist hafa verið mikið fjör!

Sjá nánar: 

Uncategorized

Andlitsskipti

Fyrsta andlitsskiptaaðgerðin fór fram nú um daginn, sjá frétt Scotsman: First face transplant sparks outcry.

Fórum annars í dag og festum kaup á sígrænu jólatréi frá Skátunum. Litla ljósleiðaratréð er enn vel séð en það vantaði bara eitthvað umtalsvert stærra.