Monthly Archives: September 2003

Uncategorized

Flutningum lýkur

Þá eru vefþjónninn og póstþjónninn komnir hingað heim. Ekki allir komnir með uppfærða IP-tölu en það ætti að klárast að detta inn í nótt.

Tók í gær þá ákvörðun að fylgja fordæmi litla bróður og hætta í EVE sem ég hef spilað síðan í að ég held febrúar.

Aðalástæðan er geysimikill tímaskortur nú þegar skólinn er kominn á fullt. Skrifaði kveðjubréf af þessu tilefni, ég er sumsé… eða var… Riddari.

Uncategorized

Flutningar hefjast

Í dag fékk ég loksins fasta IP-tölu. Búinn að vera svo lengi á bið á þjónustuborðinu að ég heyrði diskinn með Noruh Jones tvisvar í hræðilegum hljóðgæðum.

Smellti upp ljótri síðu sem greinir frá flutningunum. Allt ætti að vera orðið gott á morgun seinni partinn.

Kláraði loks í gær Falling Sideways. Tom Holt á miklu flugi, Salvador Dali á ekki séns í svona menn.

Uncategorized

Bleh

Kynningin tókst nokkuð vel. Við vorum samt svolítið köld svona snemma morguns og fórum pínu hratt yfir sögu.

Jákvæðar fregnir af DVD-spilaranum, það gæti farið svo að við förum að horfa aftur á myndirnar okkar!

Uncategorized

EE QBIC

Dagurinn og kvöldið og hluti nætur farið í undirbúning fyrirlesturs sem við höldum í fyrramálið. Núna er það sturta og rakstur fyrir svefninn!

Uncategorized

Atli hver?

Glæsileg frammistaða íslenska liðsins á móti Þýskalandi í dag fær mann til að trúa því að við værum með mun fleiri stig ef Atli óreyndi hefði ekki verið við stjórnvölinn í þessari för til að byrja með. Flott barátta og samheldni, verst með að nýta ekki færin.

Á meðan að á leik stóð var maturinn borinn til mín og í hálfleik komu svo súkkulaðihúðuð jarðarber sem eftirréttur. Það er ágætt að fá smá stjan svona öðru hvoru!

Varðandi pælingna minna vegna idjóta í umferð má benda á þingmann og fyrrum fylkisstjóra sem hefur hælt sér af hraðakstri sínum. Hann hefur nú drepið mann sem er ekki að undra miðað við afrekaskrá hans. Þennan mann ætti að svipta ökuleyfi ævilangt fyrir utan aðrar refsingar. Ættu kannski að hafa svona 3 strikes reglu fyrir akstursníðinga líka?

Áhugavert lesefni á Democratic Underground, þar má lesa nýjustu ummæli mestu íhaldsmannanna í Bandaríkjunum á Topp 10 listum.

Uncategorized

Ríkustu 40 undir 40

Ríkustu einstaklingar heims undir fertugu, 7 Russians Among World’s Richest Under 40. Bara tvær konur reyndar á listanum.

Uncategorized

Meðferðarpæling

Ökufantar : skyldunámskeið þar sem þeir eru bundnir niður í hjólastóla og kjafturinn víraður opinn svo þeir slefi á sjálfa sig á meðan að þeim er gerð grein fyrir því hversu mikla ábyrgð maður beri í umferðinni. Leyfa þeim aðeins að fá smá nasaþef af lífi eftir bílslys.

Uncategorized

Íbúðarkaup og umferðaridjótar

Skruppum til mömmu í kvöld og þar fréttum við að þau festu kaup á raðhúsi í dag. Stórglæsilegt, þau seldu núna fyrir nokkru og fundu loksins eitthvað sem þeim leist vel á.

Í dag var ég svo næstum fórnarlamb umferðarslys, var að fara að beygja á gatnamótunum hérna við Flókagötuna þegar ég sé útundan mér einhvern mannapa á jeppa koma blússandi og yfir á gjörsamlega rauðu og hefði tekið mig beint í bílstjórahurðina hefði ég ekki neglt niður.

Hann þaut yfir og stoppaði svo á næsta rauða ljósi, mér var skapi næst að taka U-beygju og veita honum smá lexíu.

Bíll í umferð er STÓRVARASAMT drápstæki! Þetta er ekki mjög flókið! EINBEITA SÉR AÐ AKSTRINUM! Ekkert kjaftavaðalsdæmi, engar símasamræður… þú ert að stjórna byssukúlu sem vegur frá hálfu og upp í mörg tonn og skalt sko gjöra svo vel og fara varlega. Manndráp af gáleysi er bara fínlegra hugtak yfir manndráp vegna alvarlegrar vitsmunabilunar (gáleysi í umferð) sem á að svipta fólk ökuréttindum fyrir ævilangt.

Ég held að það sé málið… þú missir ökuskírteinið ef þú sýnir vítavert gáleysi… það gæti kannski hvatt suma idjótana til að einbeita sér að akstrinum.

Já mér er fúlasta alvara, það er ekkert fyndið við að sjá dautt eða örkumlað fólk vegna fíflaskapar í umferð, þeirra eða annara.

Herða ökuleyfissviptingar… ekki endilega sem refsingu heldur sem einfaldlega bestu aðferðina til að halda fávitunum af götunum og andskotinn hafi vælið í þeim um mannréttindi að hafa ökuskírteini, um leið og þú sýnir að þú ert ekki fær um að vera vakandi í umferðinni ertu ekki hæfur að vera undir stýri.

Uncategorized

Badabúmm

Jæja já. Þetta var stórkostleg frammistaða hjá mér.

Vefþjónninn lá niðri í gærkveldi og fyrri partinn í dag og það má að hluta til skrifa á mig… og mysql gaurana!

Var að keyra stóra en ekki flókna fyrirspurn í gagnagrunn og hún gjörsamlega yfirtók vélina, allar þjónustur frusu og ekki hægt að komast inn á hana hvorki á vef, ftp né ssh. Hún svaraði þó pingi.

Restart í dag leysti vandann… og rétt áðan frysti ég heimavélina með svipaðri fyrirspurn… ekki furða að maður er farinn með stóru hlutina í postgresql.

Uncategorized

Skólarnir byrjaðir… í Rússlandi

Þá eru skólarnir byrjaðir í Rússlandi og það er sitt hvað þar á námsskránni sem ekki er kennt hér. Viðbrögð við gíslatöku, nauðgurum og eldsvoðum. Reyndar er líka tekið fram að heimaverkefni eiga að vera lítil fyrir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga en meiri þá á þriðjudögum og fimmtudögum.