Monthly Archives: March 2003

Uncategorized

Brazil

Náði loksins í kvöld að kíkja á kvikmyndina Brazil sem ég hef heyrt talsvert af undanfarinn áratug og rúmlega það. Fínasta ádeila á firru skrifræðisins, held að allir þingmenn Bandaríkjanna ættu að renna yfir myndina að minnsta kosti einu sinni áður en þeir taka ákvörðun um að leyfa verri firringu.

Miklar rannsóknir stundaðar í dag á netinu varðandi rafræna stjórnsýslu. Á vafri mínu því tengdu sá ég að í Kanada er oftast talað um inúítana og indjánana sem “First Nations”, fyrstu þjóðirnar. Finnst það nokkuð jákvætt, margar þjóðir sem hafa myndað Norður-Ameríku undanfarin 500 ár og þetta finnst mér fela í sér meiri viðurkenningu á frumbyggjunum (frumþjóðum) en önnur heiti sem eru notuð. Verst að nýrri þjóðirnar báru ekki svona virðingu fyrir frumbyggjunum fyrir 500 árum síðan eða jafnvel 50 árum síðan.

Áhugavert: