Monthly Archives: December 2001

Uncategorized

Harry Potter

Fór í fyrsta sinn í Smáralind í morgun, förinni hafði fyrst verið heitið á hádegissýningu á Harry Potter, en börn niður í tveggja ára gömul eru ekki bestu kandídatarnir til þess að sitja kyrr í tvo og hálfan tíma, þannig að við keyptum okkur bara miða á 9-sýningu og héldum svo í Skeifuna og þaðan í Smáralind. Skoðuðum okkur talsvert um þar, mín fyrsta ferð þangað. Þetta lítur ágætlega út, meira rými en í Kringlunni, sama gilti um til dæmis Hagkaup sem var nokkuð rúmgott, ólíkt kaosinu í öðrum verslunum þeirra.

Sáum DVD-spilarann sem við höfum beðið eftir í Euronics, hann spilar ekki bara hinar ýmsustu týpur geisladiska heldur líka gömlu myndbandsspólurnar. Verðið reyndar aðeins of hátt fyrir okkur núna, ríflega 69 þúsund krónur. Kíkjum á hann eftir ár eða svo kannski.

Héldum svo í Miðhús og heilsuðum upp á afmælisbarn fimmtudagsins, mömmu, og sátum þar í kaffi.

Pabbi átti reyndar einnig afmæli á fimmtudaginn, en það var ekki svona hálf-stórafmæli eins og hjá mömmu.

Góðum degi lauk með frábærri bíóferð, Harry Potter myndin var ekki með veikan blett, frábærlega að henni staðið að öllu leyti. Núna bíður maður bara fimmtu bókarinnar spenntur 🙂

Það var dregið í riðla í HM 2002 í dag, magnaður riðill hjá Englandi, Svíþjóð, Nígeríu og Argentínu.

Áhugavert lesefni:

  • Learning to hack