Author Archives: Jóhannes Birgir

Frí frá boltanum

Var hjá lækninum í dag og röntgenmyndir teknar, ekkert ákveðið sem kom í ljós en talið ráðlegast að hvíla sig í boltanum fram til næsta vors eða svo, og minnka skokkið í World Class, færi mig þá meira í lyftingar og róður og svoleiðis tæki.

Wget og WinAmp

Náði mér í Winamp 3 (beta) í dag, lítur vel út tæknilega séð og mér er sagt að hann sé mjög XML-baseraður. Reddaði mér líka wget fyrir windows, engin talva ætti að fara á netið án þess (fyrir þá sem ekki vita þá er þetta mjög flott niðurhleðsluforrit, betra en þessir download managerar sem boðið eru uppá).

Svo á tengdó afmæli í dag, fengum reyndar kökur í gær af því tilefni.

Áhugavert lesefni:

  • Lipstick plan to beat soccer hooligans
  • Letidagur

    Letin alveg að fara með mann, glápt á sjónvarp og fátt fleira gert nema að spila tölvuleiki, svona smá hvíld fyrir heilann áður en vinnuvikan hefst.

    Með þrjár í takinu

    Dagurinn fór í það að standsetja tölvuna sem ég keypti um daginn, færa af tölvu 2 sem að tengdó notaðir yfir á þessa nýju (tölvu 1), og að færa af tölvu 3 yfir á tölvu 2. Talva 3 (þessir snillingar sem fundu út að talva ætti að beygjast eins og völva en ekki tala ættu að finna sér eitthvað annað að gera) átti við smávegis vandamál að stríða með módemið, ef það var í gangi þá kom General Protection Fault.

    Það voru því 4 turnar (gamli turninn minn að auki) og 2 fartölvur í þessu litla vinnuherbergi okkar í dag, og ekki hægt að þverfóta fyrir opnum kössum, málmplötum og skrúfum. Held að ég sé svipaður í tölvuuppfærslufikti og aðrir sem eru í bílafikti… ég skal redda tölvunum þeirra ef þeir redda bílnum mínum 🙂

    Talandi um bíla, það var víst svaka stormur í nótt, og þegar ég kom út í morgun var eins og að búið væri að mála bílinn minn hvítan, þykkt lag af salti/tjöru/sandi og hver-veit-hvað sem að lá yfir öllu.

    Föstudagur

    Með eindæmum rólegir hjá mér… ætli þetta sé ekki aldurinn?

    Áhugavert lesefni:

  • Internet liberation theology
  • Þorpsstjóri

    Las skondna frétt á mbl.is í dag, þeir gleymdu hins vegar að geta þess að íbúafjöldi þessa smábæjar er ekki nema 132 samkvæmt þessari heimild.

    Frönskukennslan heldur áfram, 7. tími af 11 var í kvöld. Þegar heim var komið biðu mín kökur þar sem tengdó var með smá saumaklúbb.

    Áhugavert lesefni:

  • High score: readers response
  • Uppsetningardagur

    Sá fínt tilboð á partalistanum og var snöggur að kaupa vél á 30.000 með 17″ skjá. Fljótur að koma skjánum í notkun, var með 15″ sem náði bara 800×600 upplausn í góðum gæðum þegar ég tengdi hann í lappann, en nýji skjárinn ræður við 1152×864 í mjög góðum gæðum. Mikill munur að vinna aftur í alvöru upplausn heima við.

    Eftir tveggja tíma tilraunir til að bjarga C: drifinu á vinnuvélinni gafst ég upp og straujaði hana bara og eyddi vinnudeginum í að setja upp nauðsynlegustu forrit. Þá er bara eftir að laga MBR (master boot record) þannig að ég komist líka í Debian-inn sem er einnig uppsettur á vélinni. Sem betur fer voru öll gögnin á öðrum drifum.

    Áhugavert lesefni:

  • Amazing powers of sheep
  • Wendy

    Vorum stödd nokkrir vinnufélagar á Navy Base í hádeginu og ákváðum að prófa þennan hamborgarastað sem þar er, og nefndur er Wendy´s. Þetta reyndust vera einhverjir verstu hamborgarar sem við höfum nokkru sinni smakkað, kjötið vont á bragðið og að auki ferkantað þannig að hornin stóðu vel út fyrir einstaklega fitugt brauðið. Frönsku kartöflurnar komu svo örugglega úr poka sem ekki stóð á “made from real potatos”, einhver iðnaðarviðbjóður. Svo fékk ég ekki Sprite eins og ég hafði pantað heldur Dr. Pibbs eða eitthvað svoleiðis, sem er skuggalega vondur drykkur, skilaði honum að sjálfsögðu og fékk rétta gostegund. Mér leið það illa í maganum að ég fékk mér ekki nema örfá hrísgrjón í kvöldmatnum, var þá ennþá frekar bumbult. Mín fyrsta og síðasta ferð á þessa búllu.

    Áhugavert lesefni:

  • Games & drugs
  • Push any key to continue…

    Alveg óþolandi þetta Windows… einfalt dæmi eins og að setja upp módem virkar í fyrsta sinn.. en svo gúterar Windows ekki að starta sér ef módemið er í gangi… hvaða amatörar búa þetta stýrikerfi til, ég yrði hissa ef þeir ættu bót fyrir boruna á sér….. þeir eiga það að minnsta kosti ekki skilið…

    Áhugavert lesefni:

  • The Phantom Edit
  • Powerpuff dagur

    Pinky and the Brain byrja aftur næstu helgi, fann af því tilefni þessa síðu með hljóðdæmum úr þættinum.

    Powerpuff syrpa á Cartoon Network, nokkrar nýjar myndir. Þær eru bara frábærar litlu dúllurnar! 🙂