Author Archives: Jóhannes Birgir

Goggi slær í gegn!

Aftur var Goggi settur í gang, að þessu sinni var það nauta-sirloin sem kom einnig afar vel út!

Snilldargræja. Poppvélin hefur nú verið nefnd Poppi og er gangsett daglega.

Goggi formaður

Grillið sem við fengum (eftir pöntun) í jólagjöf kallast víst Goggi formaður (George Foreman) og var prufukeyrt í dag.

Algjör snilld! Kjúklingabringurnar voru heilsteiktar og safaríkar! Við höfum aldrei náð því almennilega á pönnu.

Monstrous Regiment og Bikini Planet

Las til 5 í morgun í Monstrous Regiment og kláraði hana svo rétt upp úr hádegi. Sem endra nær fín bók frá Pratchett, að þessu sinni er það kvenfólkið sem er aðalfókusinn og barátta þess fyrir jafnrétti. Hann beinir ljósinu sérstaklega að því hvernig kvenfólk reynir að samsama sig reglum sem eru fyrir og hindra jafnvel aðrar konur í að ná langt af því að þær eru að spila eftir fordómafullum reglum.

Eftir kalt jólaborð hjá Guðbjörgu og Magnúsi héldum við í bæinn þar sem poppvélin okkar var prufukeyrð og stóð sig með prýði. Ég byrjaði á og kláraði Bikini Planet sem er þokkalegasti lestur, alvöru kiljubókmenntir.

Til heimilisins

Sem endra nær, hinn fínasti aðfangadagur.

Meðal gjafa sem bárust voru heimilistæki (sérpöntuð reyndar af okkur) sem verður spennandi að prufa.

Að sjálfsögðu voru bækur meðal gjafa en reyndust þó eitthvað færri en til stóð þar sem helmingur Amazon-sendinganna var ekki kominn til landsins. Við eigum bara aukapakka eftir jólin!

Humarsúpa

Eftir vinnu var stefnan sett á Árbæinn þar sem skipst var á jólagjafapokum.

Því næst lá leiðin á Selfoss þar sem við dveljum yfir jólin. Sigurrós greip með sér humarinn sem hefur legið í frystinum undanfarna mánuði og Ragna smellti honum í fiskisúpu sem var prýðiskvöldmatur!

Tengill dagsins er á The 10 worst films of the year. Hef aðeins séð Catwoman af þessum lista.

Elmar atvinnumaður

Fyrir áratug og nokkrum árum betur kynntist maður dóttursonum Tedda. Í dag var einn þeirra að skrifa undir samning hjá Celtic, einu stærsta knattspyrnufélagi Bretlands. Brynjar litli bróðir hans er víst einnig að kíkja á ýmis lið.

Sá þá tvo í sumar í sextugsafmæli Tedda, frábært að draumar þeirra séu að rætast, fyndið að maður man eftir þeim bara sem pöttum.

Hraðabrotið

81 years ago
A man was caught traveling 20 miles per hour through the heart of Susanville in an early model Ford. Sheriff’s officers arrested the man and sentenced him to one day in jail.
The newspaper used the occasion to issue a strict reminder to its readers that no one was allowed to go faster than five miles per hour in any motor vehicle traveling through town. (src)

Það hefur aldrei vantað hraðabrjálæðingana!

Boltabrot

FIFA rejects contract for female player og Two brawls at ManYoo Xmas party.

KB-svuntutjaldið

Ég fékk glaðning frá bankanum, grillsvunta sýndist mér merkt KB-banka.

Virðist vera í XXXL stærð reyndar! Hún nær tvöfalt um mig og niður á tær, er þó ekki í grennsta lagi né dvergur.

Leit stendur yfir að heppilegri viðtakanda sem getur notað svuntuna.

Regína 25!

Leit í kvöld við í teiti hjá Regínu sem fagnaði þar 25 ára afmæli sínu. Skilst að ég hafi verið elsti afmælisgesturinn!

Í dag prófaði ég að fikta í þessari hérna. Ef ég ætti pening þá… ojæja.