Uncategorized

The prequel is the new sequel

The prequel is the new sequel. Svo mörg eru þau orð!

Uncategorized

Sovét-Björn Bjarnason og enn ein glorían

Eins og flestir vita þá var Úkraínumanni með íslenska fjölskyldu vísað úr landi á grundvelli nýlegrar lagabreytingar á lögum 96 frá 2002 þar sem 24 ára aldurstakmarki var bætt við ásamt fleiri klausum.

13. gr. Dvalarleyfi fyrir aðstandendur.
Nánustu aðstandendur íslensks ríkisborgara eða annars norræns ríkisborgara sem búsettur er hér á landi eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu samkvæmt dvalarleyfi sem ekki er háð takmörkunum eða búsetuleyfi geta samkvæmt umsókn fengið dvalarleyfi, enda liggi ekki fyrir atvik sem greinir í c-lið 1. mgr. 11. gr. auk þess sem framfærsla, sjúkratrygging og húsnæði skal vera tryggt, sbr. a-lið 1. mgr. 11. gr.
[Nánustu aðstandendur í skilningi 1. mgr. eru maki, sambúðarmaki og samvistarmaki eldri en 24 ára, niðjar yngri en 18 ára og á framfæri viðkomandi og ættmenni hans eða maka að feðgatali eldri en 66 ára og á þeirra framfæri.]
[Nú er rökstuddur grunur um að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis, og ekki er sýnt fram á annað með óyggjandi hætti, og veitir hann þá ekki rétt til dvalarleyfis. Sama gildir ef rökstuddur grunur er um að ekki hafi verið stofnað til hjúskapar með vilja beggja hjóna.]
Dvalarleyfi aðstandanda útlendings skal að jafnaði gefið út til sama tíma og leyfi þess síðarnefnda, þó þannig að það gildi ekki lengur en leyfi hans.

Hérna höfum við sumsé lög sem snúa við almennri réttarreglu og krefjast þess að aðili SANNI SÝKNU sína í stað þess að það þurfi að SANNA SEKT hans. Ég get því eiginlega gengið að næsta útlendingi hér á landi og sagt að ég trúi ekki að hann hafi gifst íslenskum maka sökum ástar eða annarra “lögmætra” ástæðna og þarf hann þá að sanna það fyrir yfirvöldum að hann elski maka sinn!

Að auki er að finna í lögunum (sem eru að stórum hluta til afrit af dönskum lögum sem flokkur útlendingahatara kom í gegn) aldurstakmarkið 24 ár, sem virðist vera eina haldreipið sem stjórnvöld geta gripið í varðandi brottvísunina.

24 árin virðast vera gripin úr lausu lofti og eru ekki í samræmi við aðrar aldurstakmarkanir, þær einu sem ég man eftir eru 18 ár vegna fjárræðis og kosningaréttar, 20 ár vegna áfengiskaupa og 35 ár vegna forsetaframboðs (hvað er dæmið með það annars?). Hérna er því tala af handahófi valin og sett í lög.

Sovét-Björn hefur látið í veðri vaka að grunur leiki á aðild mannsins að hegningarlagabroti, en aftur þá er EKKI BÚIÐ AÐ SANNA SEKT HANS sem þó skal gera samkvæmt lögum.

Hvaða þingmenn standa svo á bakvið þessi afstyrmislög sem eru okkur til skammar? Þið getið séð listann yfir þá hér. Þetta verður þeim til háðungar það sem eftir er, rétt eins og fleiri embættisafrek þeirra.

Sovét-Björn Bjarnason hefur hlotið forskeytið Sovét- héðan í frá, ekki eingöngu vegna gífurlegs áhuga hans á að hamra sífellt á grimmd þess ríkis sem er löngu liðið undir lok og baráttu hans við að tengja það öllum sínum pólitísku andstæðingum. Ó nei.

Hann hefur nefnilega fyllilega unnið fyrir því með því jafnframt að taka upp svipaða stjórnarhætti og þar voru stundaðir, nú ganga um götur landsins sérsveit sem athugar hvort að fólk hafi gifst vegna réttra ástæðna. Sovét-Björn iðar í skinninu að koma upp hér leyniþjónustu og barátta hans fyrir íslenskum her er landsþekkt.

Sovét-Björn segir að Íslendingar séu að láta eins og vanvitar, heimurinn sé orðinn svo hættulegur að leyniþjónustan, herinn og allt hitt sé orðið bráðnauðsynlegt. Hérna dregur hann fram útspil sem nefnist “hræðslukortið” og er aðalmálið í Ameríku nú í dag.

Á grundvelli hræðslu við örlítinn hóp hryðjuverkamanna vilja Sovét-Björn og Sovét-Bush og allir þeirra vinir minnka mannréttindi okkar allra, minnka öryggiskennd og gera okkur auðsveip yfirvöldum sem vilja ekki einu sinni birta skýrslur yfir verk sín frammi fyrir réttum aðilum, okkur.

Að kjörnir fulltrúar komist upp með að fela skýrslur um embættisverk sín og rannsóknir á þeim er enn einn toppurinn á skítahaugnum sem þessir menn eru í óðaönn að stækka.

Ég hef akkúrat engan áhuga á að verða fórnarlamb hans og vona svo sannarlega að fleiri Íslendingar fari að pæla í því hvers konar ribbaldar sitja að völdum.

Uncategorized

Desemberuppbót þingmanna

Kjaradómur hækkar laun á hverju ári. Mig minnir endilega að í Kjaradómi situr fólk sem hækkar jafnframt sín eigin laun með þessum hækkunum!

Laun ráðherra og forseta hækka
Kjaradómur hefur ákveðið að hækka laun forseta Íslands, ráðherra, þingmanna, dómara og annarra sem falla undir dóminn um þrjú prósent um áramótin. Laun þeirra hækkuðu síðast í maí á síðasta ári. Samkvæmt ákvörðun Kjaradóms hækka laun forseta Íslands upp í rúmlega eina og hálfa milljón króna á mánuði, laun forsætisráðherra hækka upp í um 900 þúsund krónur og laun annarra ráðherra verða um 800 þúsund krónur. Þá fá þeir einnig sextíu og þrjú þúsund krónur í desemberuppbót. (src)

Fyrir mörgum þeirra er þingmennskan bara enn eitt embættið, spyrjið bara ráðherrana, borgarfulltrúana, bæjarstjórana, forseta bæjarstjórna og ég veit ekki hvað og hvað.

Komandi stjórnarskrárbreytingar þurfa að taka á þessu, þingmenn eiga ekki að sitja mörgum megin við borðið og eiga að auki að einbeita sér að því starfi sem þeir voru kjörnir til, það á ekki að vera enn eitt aukastarfið þeirra.

Væri reyndar áhugavert að sjá tímaskýrslur þeirra, minnumst þess að margir þingmenn eru of uppteknir í hinum störfum sínum til að mæta á þingfundi.

Uncategorized

Örlög Glenn Millers, Google og bókasöfnin og fleira

Já, svo virðist sem að Glenn Miller, sem margir tónlistarunnendur kannast við, hafi verið sprengdur í loft upp af Bandamönnum á leið sinni yfir Ermasundið.

Google var með stórtíðindi um helgina, Google joins forces with libraries. Þetta er svipað verk og er á bakvið Tímarit.is nema bara mörgum sinnum stærra!

Framtíðardraumurinn hjá mér hefur verið að maður geti slegið inn nafn einhvers einstaklings í leitarvél og fengið upp leitarniðurstöður á við blaðsíður í tímaritum og dagblöðum þar sem hann hefur komið við sögu (þegar virkt að stórum hluta á timarit.is), bækur um og eftir hann og myndir og myndbrot sem honum tengjast ásamt fleira efni. Þessi framtíð færist sífellt nær og þátttaka Google í því er stórt spark í rassinn.

Svo má auðvitað aðeins panikka yfir því að hvert einasta orð sem maður hefur látið falla eða látið falla um mann finnist ekki bara á vefsíðum (eins og er núna þegar einhver er “googlaður”) heldur einnig í öðrum miðlum. Friðhelgi einkalífsins verður sí erfiðari og mikilvægari.

Niðurstöður þessarar rannsóknar: Deadline Pressure Raises Heart Attack Risk: Study, koma varla mjög á óvart en eru samt alvarlegri en ég bjóst við.

Uncategorized

Blair er Bond?

Já! Heilinn í okkur gerir sitt besta til að fá fram einhvers konar eðlilega niðurstöðu og vílar ekkert fyrir sér að ljúga að okkur við það.

Face it – Tony Blair could be 007.

“Our study shows that the brain tries to force us to pin a single identity on a face, even if it looks like a mix of two people we know.

“So a face that is 60 per cent Marilyn Monroe and 40 per cent Lady Thatcher will be identified as an older version of Marilyn Monroe, while an image which is 40 per cent Marilyn Monroe and 60 per cent Lady Thatcher will be seen as the sexier side of Lady Thatcher.”

Uncategorized

Gengi liðanna minna

Einn stór kostur við að eiga lið í hverju landi er sá að yfirleitt gengur eina þeirra það vel að það nær að vega upp á móti eymd hinna.

Þessa dagana eru Uglurnar að dorma gjaldþrota í League One (sem áður var Division 2 sem þar áður var 3rd division), Lazio sömuleiðis gjaldþrota en þó enn í Serie A.

Lyon hins vegar er nú að reyna að vinna deildina 3ja árið í röð og eru efstir sem stendur.

Gleðitíðindin að vestan eru svo þau að Phoenix Suns eru loks að komast aftur í gang eftir áratug af meðalmennsku og lélegu gengi. Liðið er nú víst það skemmtilegasta og skorar grimmt.

Syndin er sú að ekkert þessara liða hefur ratað á skjáinn hjá manni!

Uncategorized

Aktu taktu er ógeðslegt!

Í kvöld var stefnan sett á kósíkvöld og ákveðið að kíkja á einhvern matsölustað og í bíó.

Við reyndumst vera á ferðinni á frekar óheppilegum tíma og fengum ekki af okkur að bíða í hálftíma á American Style þannig að við brunuðum í Mjóddina og festum þar kaup á bíómiðum.

Ákváðum að kíkja á Staldrið og grípa bara hamborgara þar. Talsvert liðið síðan maður leit þar inn. Við pöntuðum matinn og sátum svo og lásum í blöðum þar til borgararnir voru bornir á borð.

Fyrsti bitinn kom verulega á óvart, þegar annar og þriðji bitinn staðfestu grunsemdirnar sem höfðu vaknað vorum við snögg að láta frá okkur “matinn” og horfa furðulostin á hvort annað. Hvílíkur viðbjóður! Þetta var einna helst eins og kjötfars blandað beinmulningi!

Við nánari athugun kom í ljós að Staldrið hét ýmist Staldrið eða Aktu taktu! Aktu taktu fór á svarta listann hjá mér fyrir nokkrum mánuðum þegar ég fékk álíka hamborgara þar, ekki bjóst ég við að þeir hefðu náð að breiða úr sér og væru komnir með Staldrið líka.

Ég vil nú helst ekki skaða viðskipti þó mér mislíki eitthvað en þetta var bara einum of ógeðslegur matur til að láta skoðunina ekki í ljós.

Við vorum því ekki ýkja södd þegar við litum í kvikmyndahúsið en fylltum upp í mesta tómarúmið með poppkorni á meðan við horfðum á Bridget Jones leika listir sínar. Þokkalegasta mynd.

Uncategorized

Vinur Dabba fær gjöf frá dómstólunum

Á Ítalíu býr maður sem Davíð Oddsson hefur mikið dálæti á. Hann heitir Silvio Berlusconi og þykir ekki með vandaðri kaupsýslumönnum né réttsýnni stjórnmálamönnum. Hann er valdamesti maður Ítalíu.

Dómstólar á Ítalíu sýknuðu hann fyrir skemmstu af ákæru vegna spillingar.

Það var ekki vegna þess að sekt hans væri ekki sönnuð né afsönnuð. Ó nei, dómstólarnir ákváðu að þó að brotið væri ekki enn fyrnt, að þá ætluðu þeir að hnika til refsirammanum og segja að brotið væri fyrnt þar sem hann væri svo heiðvirður borgari!

Under Italy’s statute of limitations, defendants accused of crimes committed more than 15 years ago are automatically acquitted. Though this alleged offence happened in 1991, judges decided to halve the period covered by the law because Mr Berlusconi has a clean criminal record.

Þarna höfum við það!

Dómstólarnir hunsa lögin og sleppa manninum án réttarhalds. Skítafýlan af þessu nær hingað til Íslands, til allra nema stjórnvalda sem eru löngu búin að missa allt þefskyn vegna eigin niðurgangs.

Uncategorized

IBM Kína

Stórfrétt gærdagsins úr tölvugeiranum var kaup Lenovo Group á einkatölvuhluta IBM.

Allt í einu er kínverskt fyrirtæki orðið einn stærsti framleiðandi einkatölva og IBM dregur sig úr þeim geira.

Uncategorized

Afmæli

Haukur bróðir orðinn 28 ára í dag bara. Hrikalegt þegar litli bróðir er orðinn svona gamall.